Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar 2) Framlag Kúbu til menntamála nem- ur 39 dollurum á mann í landinu og 141,21 dollara á námsmann, en það er miklu hærri upphæð en í öðrum ríkjum róm- önsku Ameríku. Meðalgreiðslumar ann- arstaðar eru 6,13 dollarar á mann eða 35,62 dollarar á námsmann. Hæst annarra rómanskra Ameríkuríkja er Uraguay þar sem greiðsian á mann er 23,17 dollarar og 126,31 á námsmann. Um heilbrigðismál er svipaða sögu að segja og menntamálin. Enda þótt mikill skortur sé á læknum og læknakennurum, en þriðjungur þeirra flýði frá Kúbu og enn fara fjórir til sex á mánuði hverjum, og enda þótt viðskiptabannið geri mjög erfitt að afla meðala, eru framfarimar á sviði heilbrigðismála til marks um það að árangur á þessu sviði næst því aðeins í rómöniskum Amerikuríkjum að til komi ósvikin sósíalísk bylting. Ástæðan er sú að sósíalísk bylting gerir kleift að framkvæma þær gagngeru breyt- ingar sem ekki sízt á sviði heilsugæzlu eru nauðsynlegar til þess að bæta úr þeim meinsemdum sem felast í auðvaldskerfinu sjálfu. í auðvaldsríkjum beinast lækna- vísindin að því að lækna sjúkdóma og mik- ill árangur næst fyrir þá sem búa þar sem nóg er af læknum og hafa peninga til þess að borga; sósíalísk læknavísindi beinast að þvi að koma í veg fyrir sjúkdóma í þágu allra, án tillits til þess hvar þeir búa og hversu lágar tekjumar em. Meðan auðvaldsskipulag var á Kúbu gerði eini læknaskólinn það að sérgrein sinni að kenna þau svið læknavísinda sem ábatasömust gátu orðið fyrir hina út- skrifuðu lækna — farsóttafræði var ekki einu sinni á kennsluskrá og um hreinlæti var fjallað mjög lauslega; á hinni sósíal- ísku Kúbu eru þrír læknaskólar og ein- beita sér ekki að því sem gæti orðið ábata- samast fyrir lækna heldur þeim sviðum sem koma almenningi að mestu gagni — svo að farsóttafræði og hreinlæti eru grand- vallaratriði. I auðvaldsríkinu Kúbu var læknisþjón- ustan, eins og í öðrum rómönskum Ame- ríkurikjum enn þann dag í dag, í höndum einkaaðila sem lögðu áherzlu á fjáröflun og við það bættust lélegar og spilltar heilsugæzlustofnanir á vegum ríkis og bæjarfélaga; á hinni sósíalísku Kúbu hef- ur verið gerð heilsugæzluáætlun fyrir landið allt, svo að heilbrigðisráðuneytið getur fylgzt með þörfum landsmanna, skipulagt sjúkrahús á nýjan hátt og gert það sem brýnast er á hverjum tíma til þess að bæta heilsufarið. í auðvaldsríkinu Kúbu vora læknar og sjúkrahús að heita má eingöngu í aðal- borgunum, eins og í öðmm rómönskum Ameríkuríkjum enn þann dag í dag, og það var ekki óalgengt að þúsundir sveita- manna dæju vegna þess að þeir höfðu ekki efni á að ferðast þangað sem læknis- hjálp var að fá; í hinni sósíalísku Kúbu fá íbúar til sveita læknishjálp til sín og hún er ókeypis. Frá því 1964 hafa lækna- nemar skuldbundið sig til þess að stofna ekki eigin lækningastofur að loknu námi, heldur dveljast fyrst um tveggja ára skeið á heilsuhælum og sjúkrahúsum í afskekkt- ustu héruðum Kúbu. 1958 var á Kúbu einn sveitaspítali með tiu rúmum; nú eru í landinu 47 sveitaspítalar með 1.300 rúm- um, auk 50 heilsuvemdar- og tannlækn- ingastöðva, sem áður vom engar. Á Kúbu hefur sjúkrahúsum fjölgað úr 57 fyrir byltingu í 170 nú, að viðbættum 250 heilsuvemdarstöðvum sem áður þekkt- ust ekki; tiltæk rúm á spítölum og hælum hafa tvöfaldazt úr 20.000 í 42.000, úr 3,3 á hverja 1.000 íbúa í 5,4. Af 19 rómönskum Ameríkuríkjum standa aðeins Argentína og Uruguay framar á þessu sviði. 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.