Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar nemi í íslenskum kveðskap. Þannig yrkir Jóhann Sigurjónsson ljóð sitt „Sorg“ að hinum nýa hætti miklu fyrr en hin „erlenda tíska“ ryður sér til rúms á íslandi. Og jafnvel á 4. áratug aldarinnar, þegar fram koma ljóð- skáld er ganga nýar slóðir, er ekki um neina öldu að ræða; hún steypist ekki yfir fyrr en upp úr 1940. Þá fyrst getur verið um eiginlega „formbyltingu“ að ræða í íslenskum kveðskap. Þegar fyrirmyndirnar eru þannig fyrir hendi og raunverulega þegar búið að brjóta ísinn — ekki síst með Kvœðakveri Halldórs Kiljan Laxness (1930) og bókum Steins Steinars (Rauður loginn brann — 1934 og Ljóð — 1937) — þá verður þessi tímamunur að vanda- máli. Sé sem dæmi vitnað til ljóða Jóhannesar úr Kötlum, kemur hið sama upp: Hann snýr ekki endanlega við blaðinu fyrr en á fimmta og sjötta ára- tugnum. í öðru lagi hrekkur skýringin ekki til þar sem hún gerir ráð fyrir að skáld breyti gjörvallri skynjan sinni og túlkun hennar, mæti nýum verkefnum og vandamálum, af áhrifum bóka einna saman. Til hlýtur ætíð að koma ein- hver samhljómur úr eigin lífi þeirra, einhver sameiginleg vandamál er leita tjáningar. Hér hlýtur því að verða til að koma skýring er tekur mið af lífi skáldanna, hinum ytra veruleika og þeim vandamálum er skáldin mæta í lífi sínu og sam- félaginu við aðra, mannlegu félagi. Slík skýring er því félagsleg í eðli sínu. Ein sér fellur hin bókmenntasögulega skýring um sjálfa sig. Nú er það öllum ljóst hvílíkar gj örbyltingar hafa á orðið öllu mannlifi rúma síðustu öldina. Verða þeir atburðir ekki tíundaðir hér, en minnt á að þegar vitundin eða kennd hinna nýu aðstæðna og hinna nýu kjara sem mann- inum eru búin tekur að ryðja sér til rúms í verkum skáldanna, að þá tekur ljóðlistin þeim stakkaskiptum er hér eru rædd. Það er einnig í fullu sam- ræmi við hina félagslegu framvindu og hina sögulegu atburði að þessa Ijóð- byltingu ber miklu síðar að á íslandi en annars staðar. Þótt mönnum hafi þegar verið kunnugt um þau tíðindi er gerst höfðu í erlendum bókmenntum, voru breytingarnar miklu síðar á ferð hér á landi, og þess vegna ber íslensk ljóðagerð lengur hið eldra svipmót. Erlendar fyrirmyndir, og hin íslensku fordæmi, komu skáldunum síðar í góðar þarfir þegar íslenskir menn taka að vakna til hins nýa félagsveruleika upp úr kreppu, hernámi, heimsstyrj öld og stríðsgróða. íslendingar urðu lítt varir við hrylling fyrri heimsstyrj aldar- innar, og það gerist fyrst með hinni síðari að þeir urðu fyrir áfalli sem eitt- hvað líktist því er aðrar Evrópuþjóðir urðu fyrir á árunum 1914—1920. Við þessar gj örbreytingar hins ytra veruleika og nýu aðstæður mannlífs í land- 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.