Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 19
Undantekningin og reglan
munduð leggja á ykkur til að fá svona reykjarstroku í kverkarnar. Svo er
guði fyrir að þakka að við erum vel birgir. Tóbakið okkar dygði þrisvar
sinnum til Úrga.
leiðsögumaðurinn tehur tóbakið, við sjálfan sig: Tóbakið okkar!
kaupmaðurinn: Fáum okkur nú sæti, vinur minn. Hversvegna seztu ekki?
A svona ferðalagi færast tveir menn nær hvor öðrum, mannlega séð. En
ef þú vilt það ekki geturðu náttúrlega eins staðið. Þið hafið nú líka ykkar
siði. Eg sezt ekki hjá þér á hverjum degi og þú sezt ekki hjá burðarmanni.
Þetta er sá mismunur sem veröldin byggist á. En við getum reykt saman.
Ekki? Hann hlœr. Þetta kann ég að meta við þig. Með þessu sýnirðu viss-
an virðuleika. Jæja, búðu vel um farangurinn. Og gleymdu ekki vatninu.
Það eru fá vatnsból í eyðimörkinni. Annars, vinur minn, vildi ég vara þig
við: tókstu eftir augnatillitinu hjá burðarmanninum þegar þú lékst hann
illa? Það blikaði á eitthvað sérstakt í auganu sem boðar ekki neitt gott.
En þú munt þurfa að taka hann allt öðrum tökum dagana sem í vændum
eru, því ennþá verðum við að auka hraðann einsog hægt er. Og karlinn er
mesti sili. Á landssvæðinu sem við komum nú í er engin mannabyggð, þá
mun hann máski sýna sitt rétta andlit. Já, þú ert betri maður, þú þénar
meira og þarft ekki að bera neitt. Næg ástæða til að hann hati þig. Það
væri rétt þú héldir honum í hæfilegri fjarlægð. Leiðsögumaðurinn gengur
í gegnum opnar dyr inní garð til hliðar. Kaupmaðurinn situr einn eftir.
Kyndugir menn.
Kaupmaðurinn situr kyrr þegjandi. Til hliðar fylgist Leiðsögumaðurinn með
Burðarkarlinum sem er að búa um farangurinn. Þá sezt hann og reykir. Þeg-
ar Kúlíinn hefur lokið verkinu sezt hann þar og fœr hjá honum tóbak og
sígarettupappír og hefur samrœður við hann.
KÚlíinn: Kaupmaðurinn segir aftur og aftur það sé greiði við mannkynið
að sækja olíuna í iður jarðar. Þegar olíunni hefur verið náð uppá yfir-
borð jarðar verða lagðar hér jámbrautir og velmegun breiðist út. Kaup-
maðurinn segir að járnbrautir verði lagðar hér. Á hverju á ég þá að lifa?
leiðsögumaðurinn : Vertu bara rólegur. Það verða engar járnbrautir lagðar
fyrst um sinn. Ég hef heyrt að þegar olían hefur verið fundin þá verði hún
falin. Sá sem stíflar holuna sem olían rennur úr fær þagnargjald. Þess-
vegna liggur kaupmanninum svona mikið á. Hann kærir sig ekkert um
olíuna, hann vill þagnargjaldið.
kúlíinn: Þetta skil ég ekki.
8 TMM
113