Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 117
halda það, e. t. v. af því aff hann hefur rökstutt hana á áhrifameiri hátt en aðrir, enda var hún löngu kunn af fyrri ritum hans. Hér er Islendingasögum lýst sem bókmenntalegri nýjung (litterær nydann- else). 011 nýmæli eiga sér ákveðið upphaf, og S. N. telur sig hafa fundið rætur ís- lendingasagna annars vegar í aðferð hinna fróðu 12. aldar manna (sunnlenzki skól- inn), en hins vegar í ritum Þingeyramunka þar sem meira fór fyrir frásagnargleði en dómvísi. Þessar andstæðu stefnur hafi síðan nálgazt hvor aðra í ritum Snorra (borgfirzki skólinn). Þessi fræðikenning hefur sætt gagnrýni, sem skylt er að minnast hér, þar eð kenn- ingin kemur fram enn á ný og athuga- semdalaust í umræddri bók. Vil ég þá fyrst og fremst geta um niðurstöðu próf. Bjarna Guðnasonar í doktorsritgerð hans Um Skjöldungasögu. Þar telur hann áður- nefnda kenningu „varhugaverða eða ranga“ (bls. 275), einkum vegna þess, að S. N. taki ekki nægilegt tillit til sagnarit- unar á Suðurlandi fyrir og um 1200, en geri á hinn bóginn of mikið úr „borg- firzka skólanum". í annan stað verður hlutur „Þingeyraskólans" riflegri en góðu hófi gegnir. Þangað rekur S. N. upphaf biskupasagna og gerir ráð fyrir, að Jóns saga hins helga sé þeirra elzt og ritun hennar hafi valdið miklu um, að tekið var að rita biskupasögur í Skálholti (11. kap.). Arið 1958 sýndi dr. Bjarni Aðalbjamar- son fram á haldleysi þessarar tilgátu (Bemærkninger om de ældste bispesager, Studia Islandica 17). Komst hann að þeirri niðurstöðu, að elzta biskupasagan væri latnesk gerð af Þorláks sögu helga, rituð í Skálholti um 1200. Hefur þetta ekki verið hrakið. Nordal segir réttilega, að sögur Skálholtsbiskupa séu ólíkar Jóns sögu að anda, og bendir það ekki til rit- tengsla. Umsagnir um bœkur Ymsar aðrar tilgátur um bókmennta- sköpun á Þingeyrum og áhrif þaðan verða hvorki sannaðar né hraktar. Allmiklar h'k- ur eru til þess, að Heiðarvíga saga sé rit- uð þar, en tilgáta er það samt. Svipuðu máli gegnir um elztu söguna af Ólafi helga. Enn minni líkur em á sambandi Eiríks Oddsonar við Þingeyrar, enda get- ur bók hans verið eldri en elztu sögur þaðan. Veikasta stoð hafa þó þær tilgátur, að sagnaritun í Eyjafirði og á Austur- landi eigi rætur að rekja til Þingeyra. Ég dreg því mjög í efa, að Ijós Þingeyra- munka hafi borið þvílíka birtu sem S. N. ætlar. Líklegt þykir mér, að íslendingasögur eigi miklu meiri aðdraganda í arfsögnum en S. N. og ýmsir aðrir bókfestumenn hafa viljað vera láta. Þetta merkir ekki, að sögurnar séu sagnfræði né varpar neinni rýrð á hina miklu meistara þeirra. Vafalaust hefur munnleg sagnaskemmtan náð háu stigi meðal fólks í öllum lands- hlutum löngu áður en nokkur íslendinga- saga var rituð. Sagnaritunin ber þess öll merki að vera sprottin upp úr vissri há- menningu meðal þjóðarinnar, og því er vafasamt að mdkla fyrir sér einstaka „skóla“ í upphafi ritunartímans. Sann- leiksgildi arfsagnanna hefur verið mis- jafnt mjög, þegar kom fram á 13. öld og engin leið að greina satt frá lognu. En sögumar sýna, að sagnimar hafa fylgt veruleikanum fast, og þess vegna hefur þeim verið trúað. Gott dæmi um þetta er Sturla Þórðarson, sem jók Landnámabók sína ýmsu efni úr mörgum íslendingasög- um. Gefur Nordal honum að vonum lága einkum sem sagnfræðingi fyrir að taka „nýsamda" heimild fram yfir vitnisburð Ara í Islendingabók. En hér skiptir ekki öllu máli, í hverjum tilvikum Sturlu hefur skjátlazt, heldur hitt, að hér birtist við- horf 13. aldar manns til þeirra fræða og 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.