Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar ekkert gert. Viltu Vesturfara kveðju þá, sem jeg sendi? Hún er fjörleg. Líka tekur þú ef þér sýnist nýárskvæðið,27 sem jeg gef Þjóðólfi fóstra mínum. — Heilsaðu frú þinni og lifðu vel! Vótre serveteur Matth. Jochumsson „Örlög guðanna“28 er allvel ort kvæði en vitlaust og viðbjóðslegt samt. 19. marz 1900 Góði vin! Þú ert þó lang skynsamasti, mentaðasti og seigasti blaða-h (?) egrinn á þessum volaða hólma. Og er undarlega merkilegt um manneskju norðan úr Þistilsfirði — þaðan átti þó fyrir eina tíð ekki von á mörvuðum sauðum. En sona getur það verið! Kona þín gerir líka sóma kvenna kynslóðinni með (?) grautar-háskólamentunina. Yfir höfuð skil jeg ekkert í hvað við landar erum gáfaðir; allur helmingur af okkur undir það ofvitar! Og svo hefur þitt dýra dygðamunstur síra Jón Steingrímsson verið á sinni öld.29 Blessað- ur, gefðu út sérprentun af því guðdómlega riti, áður en jeg dey. Engin grein eða sögur í blöðum hefur hálft eins dillað mér einsog egin æfisaga þessa kostulega gamla öldungs. Hversu ágæta kosti hefur slík frásaga í allri sinni guðdómlegu hreinskilni, einlægni og naiveteti! Átjándualdar fólkið hefur við hans rit vaxið um mj ög margar procentur í mínum augum. Hversu mikill psykologiskur fjársjóður er ekki þessi saga eða höfundur hennar einn út af fyrir sig. Hversu ómetanlegt væri að eiga fleiri slíkar sögur frá þeim tíma — eða frá öðrum tíma, t. d. 17. öld, og 16. öld ? ! Hve mikið hylur ekki „stýll“ og tíðska og öll þessi fölsku og fláráðu spariföt, sem hver einasta öld og tími þykist þurfa að skrýða sig í — eins og pokaprestur í hempu — til þess að geta fært í stýlinn eitt viðskiptabréf! Aldrei er neitt að öllu leiti að marka, ætíð er sjálfsagt að koma ekki fram einsog hver er klæddur. En á stöku tím- um, undir stöku tíðsku — og siðmenningarformum verða til dókument og doðrantar í samskonar stýl og saga síra Jóns okkar. Annars hefði sr Jón orðið mikilsháttar maður á hverri öld, sem lifað hefði. Hann hefur að vísu verið nokkuð naglalegur í vissu falli, en bæði greindarmaður og þrekmaður. En svo hefur hann haft töluvert af fágætari gáfum og mannkostum, svo sem staka trygð, mannlund og göfuglyndi, staklega næman siðgæðissans og ekta trúræknisgáfu, j á, hana á hærsta stigi. En það er milieuið, sem tekur yfir alt, og svo þessi frásagnarlist! Væri jeg málari vildi jeg heldur mála meðteflara hans, karla og kerlingar, heldur en garpana í Njálu eða ribbaldana á 13. 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.