Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar hnitmiðuðum og hárnákvæmum sálarlífslýsingum, sem vekja ekki sjaldan hlátur, samúðarblandinn hlátur hjá lesendum. Sannleikurinn er sá, að fyrir Akaky Akakévitsh er frakkinn sáluhjálpar- atriði og heilög hugsjón í senn. Hann er ekki fyrr búinn að fá ósk sína upp- fyllta en honum finnst sem kvikni á geislabaug um höfuð sér, en ekki logar sá baugur lengi, þar sem þetta blessað ljós slokknar um leið og frakkinn hverfur. Fötin skapa manninn og móta hugarfar hans. Þar sem lítið sem ekkert hefur verið skrifað um Gogol á íslenzku, þá væri ef til vill ekki ótímabært að rekja lífsferil hans hér og gera helztu ritverkum hans lausleg skil. Sumra skáldverka má njóta án þess, að æviatriði höfunda séu mönnum kunn, önnur verða því aðeins fyllilega eða réttilega metin, að hliðsjón sé höfð af sérkennum höfundanna, lundarfari, lífsskoðunum og sálarstríði. Gogol fyllir flokk hinna síðarnefndu. Gogol var fæddur 19. marz 1809 í Vassiliekva í Mirgorod-héraði og dó 21. febrúar 1852 í Moskvu. Ætt sína rekur hann til lágaðals og smájarðeigenda í Úkraínu, þar sem hjátrú og hindurvitni hafa löngum þótt vera landlæg. í þennan andlega furðusjóð sveitunga sinna sækir hann innblástur og efni í fyrstu frásagnir sínar. Faðir Gogols var talinn bera skyn á fagurbókmenntir og fékkst sjálfur talsvert við ritstörf, samdi meðal annars gamanþætti, sem settir voru á svið af áhugamönnum undir stjórn frænda hans og granna, Trotshinskis, en hann gegndi mjög eftirsóknarverðu embætti í þann tíð. Þessi frændi Gogols var mesta gleðimenni, barst mikið á og hélt glæsileg gestaboð, sem lengi voru í minnum höfð ekki sízt af Gogol, sem var þegar á unglingsaldri fjarskalega frjór þiggjandi. Kemur það berlegast í Ijós hversu notadrjúgar endurminningamar um þau reynast honum, þegar hann í bókum sínum lýsir dýrum veizlum aðalsmanna eða annars fyrirfólks og til marks um það nægir að benda á Dauðar sálir. Eftir að barnaskólanum sleppti, var Gogol fyrst sendur til framhalds- menntunar í Nyezhin og síðar til Poltava. Þótt námshæfileikar hans væru takmarkaðir, þá þótti hann þegar á skólaárum sínum afbragðs leikari og einstök eftirherma. Hann var undarlega fundvís á allt skoplegt, annkanna- legt og afkáralegt í fari félaga sinna og kennara. Snemma vaknaði hjá hon- um tilhneiging til að spotta náungann og skopstæla. Þessi tilhneiging hans var ef til vill sprottin af sterkri vanmetakennd, þessari hvimleiðu fylgju, sem átti eftir að magnast með árunum og fylgja honum alla leið til grafar. Hann var lágur vexti og sjúklegur í sjón, en þótt undarlegt megi heita 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.