Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1969, Blaðsíða 82
Tímarit Máls og menningar Eftirfarandi orð eru höfð eftir keisaranum: „Engum er hlíft, sízt af öllum mér.“ Þótt hákarlinn sjálfur væri ekki hörundsár, þá er það meira en sagt verður um ýmsa minni fiskana. Frjálslyndir umbótamenn fagna því hins vegar, að flett sé ofan af vinnusvikum, slóðaskap, valdaníðslu, fjárdrætti eða í einu orði sagt almennri siðspillingu embættismanna á æðri stöðum. Gogol kom hér við svo auman blett, að ekki leið á löngu unz ýmsir bitlingasj úkir ná- ungar úr embættismannaklíkunni fóru að kveinka sér og það hástöfum. Höfundinum voru ekki vandaðar kveðjurnar. Hann var ýmist kallaður mannúðarlaus níðhöggur, sem ástundaði þá fögru iðju að reyna að grafa undan máttarstoðum keisaradómsins eða ótíndur óþokki, sem setti metnað sinn í að steypa föðurlandi sínu í glötun og vildi þar með allt fagurt feigt. Gogol kvaðst ekki áfellast æðstu embættismenn ríkisins öðrum fremur, þó að hann leyfði sér að fordæma dyggðaleysi náungans og bágborið siðferði. Gogol fannst hann vera misskilinn, rægður og ofsóttur af öllum. Ætlun hans var að eigin sögn ekki önnur en sú að færa heim sanninn um, að Khlestakov blundi í brjósti livers manns og honum þótti hneykslanlegt til þess að vita, að menn neituðu að viðurkenna þessi augljósu sannindi fyrir sjálfum sér. Sýningar eru ekki fyrr byrjaðar á Eftirlitsmanninum en Gogol fer að kenna sér meins, sem grefur því meira um sig í sálu hans sem tímar fram líða og gerist svo illkynjað að lokum, að það raskar gjörsamlega geðró hans, lamar vilja og spillir listsköpun, en þetta gerist sem betur fer ekki fyrr en rétt undir ævilok hans. Því fer fjarri, að hann sé allur á valdi örvænt- ingar enn sem komið er, þótt smámunir einir geti að vísu hrundið af stað óþægilegustu geðsveiflum, sem setja hann úr jafnvægi og baka honum þunglyndi í lengri eða skemmri tíma. Þótt nafn Gogols væri á hvers manns vörum og Eftirlitsmaðurinn nyti sí- vaxandi vinsælda almennings, þá voru þær honum hvorki gleðiefni né hvatn- ing til átaka við ný verkefni, og það sem verst var, þá jókst ekki sjálfstraust Gogols við það, sem honum var þó ekki vanþörf á. Eftir því sem vinsældir hans verða almennari eykst heift óvina hans að sama skapi. Sennilega hafa honum sárnað áfellisdómar þeirra, dómar, sem voru reyndar á hæpnum rök- um reistir, enda ekki við öðru að búast, þar sem andstæðingar hans flestir voru ofstækisblindir og siðlausir hitlingakálfar úr embættismannaklíkunni, sem þóttust eiga Gogol grátt að gjalda og gerðu því að honum slíkan aðsúg 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.