Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 22
Tímarit Máls og menningar Að mínu viti er Hemingway miðlungs skáldsagnahöfundur en frábær smásagnahöfundur. Smásögur Hemingways eru vegvísar í bókmennta- greininni. Eg tek undir að skáldsögur hans eru gallaðar að byggingu, þær haltra. Aftur á móti er sérhver smásagna hans sígild sýnikennsla í því hvernig á að skrifa smásögu. Þó eru það hvorki skáldverk Hemingways né smásögur sem mér hugnast best heldur þau ráð sem hann gaf og varpa ljósi á rithöfundarstarfið. Aðferðina? Einmitt. Hjá Hemingway er ekki um að ræða lexíu í stíl, heimspeki eða bókmenntastefnum, heldur kennslu í tækni og bókmenntaaðferð. Kannski háir það honum hvað hann er meðvitaður um tækni. En ráðin sem hann gaf eru þau allra bestu. Eitt af þeim er líkingin af borgarísjakanum: smásaga sem virðist einföld er ekki öll þar sem hún er séð heldur hvílir hún á öllu sem er að baki: undirbúningnum, aðdraganda og því ógrynni af efni sem þarf til að skrifa stutta sögu. Eins er um ísjakann, þessa ísblokk sem er svo stór en samt ekki nema einn áttundi af því sem undir niðri býr. Ungum höfundum væri hollt að hafa hugfast, að fyrir utan alsköpuð sjení, er vonlaust að skapa góðar bókmenntir ef maður hefur ekki undirstöðu í bókmenntunum eins og þær leggja sig. Menn hafa tilhneigingu til að vanrækja bókmenntanámið, reiða sig á spontanítet og innblástur. En í sannleika sagt eru bókmenntir eins og hver önnur vísindi sem þarf að leggja stund á. A bak við hverja smásögu standa tíu þúsund ár af bókmenntum og til að þekkja þessar bókmenntir útheimtist auðmýkt og lítillæti. Oll sú auðmýkt sem hindrar menn í að skrifa, er nauðsynleg til að læra af gjörvöllum bókmenntunum og hafa bak við eyrað þann djöfuldóm sem hefur verið skrifaður á tíu þúsund árum og geta staðsett sig á þeim tímum sem nú eru að líða; hvar í sögu mannsins við erum staddir; halda síðan áfram og auka við það sem hefur verið afkastað síðan Biblían var skrifuð. Þegar öllu er á botninn hvolft verða bókmenntir ekki lærðar í háskóla heldur með því að lesa aðra höfunda. Hitt ráðið sem Hemingway gaf, varðar vinnuna frá degi til dags: „erfiðast er að byrja“. Því auðveldara sem maður er yngri, en eftir því sem maður hefur vaxið að þroska og komið sér upp nafni og ábyrgðartilfinningu, verður æ erfiðara að setjast niður og byrja. Angistin andspænis hvítri örk er einhver skelfilegasta lífsreynsla sem ég lendi í næst innilokunarbrjálæði. Hjá mér er angistin andspænis auðri síðu innilokunarkennd og með því að lesa ráð Hemingways um að þurrausa aldrei brunninn heldur hætta dagsverkinu á meðan enn er lögg eftir til morgundagsins, tókst mér að brjótast undan þessari tilfinningu. Daginn eftir byrjarðu verkið þar sem frá var horfið, heldur áfram og geymir þér enn til næsta dags. Þannig kemstu hjá spennu og kvíða og 140
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.