Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 23
Tíu þúsund ár bókmennta
verkið vinnst léttar fyrir vikið. Það sem ég vildi sagt hafa er þetta:
Hemingway er sennilega ekki yfirburðahöfundur en gildran sem ber að
varast er að hann virðist auðveldur en er ekki allur þar sem hann er séður.
Einfaldleiki Hemingways er útspekúleraður. Samt sem áður er það einkum
starfsaðferðin, vinnubrögð Hemingways sem vekja áhuga minn.
Hvað með máliðf
Ég þekki Hemingway bara af þýðingum.
Hvað viltu segja um andrúmsloft Hemingways og uppruna?
Eg get sagt þér nokkuð: á tímabili lá við að Hemingway gerðist
karabískur höfundur þar eð hann var búsettur á Kúbu. En hann nær því
ekki af því hann er samsettur úr heilli bókmenntateoríu og verk hans svara
til hennar.
Er þá önnur kenning og annar veruleiki sem snýr að karabískum
höfundum?
Hver og einn verður að kljást við sinn eigin veruleika, það er óumflýjan-
legt. Höfundur sem starfar ekki á eigin raunveruleika og út frá eigin
reynslu, veður í villu og svíma.
/ gxr minntistu á Faulkner. Þú talaðir um að Suðurríkjamaðurinn
Faulkner fjallaði um umhverfi sem minnti á Kólomhíu...
Faulkner er karabískur höfundur.
En Hemingway ekki?
Að sjálfsögðu ekki. Tökum til dæmis smásögu á borð við Eftir óveðrið,
sem er aðdáunarverð. Samt hefurðu á tilfinningunni að Hemingway gefi
sér aldrei lausan tauminn, alltaf eitthvað sem heldur aftur af honum.
Hverju gefur hann ekki lausan tauminn? Imyndunaraflinu?
Já, af því Hemingway kennir og setur fram kenninguna um aga í
bókmenntum. Hann er agapáfi bókmenntanna. En ég endurtek það sem ég
sagði áðan: gildi hans liggur fyrst og fremst í sjálfum bókmenntaviðbúnað-
inum þótt einnig þar komi margir til álita.
Þú hafnar þá ekki sptenskum bókmenntum?
Oðru nær, það er vonlaust að ávaxta bókmenntaarf mannkyns ef maður
er ekki heima í þeim tíu þúsund árum sem búa á bak við. Mér hefur ekki
verið tíðrætt um spænskar bókmenntir, reyndar er ég ekki mikill aðdáandi
spænsku skáldsögunnar með fyrirvara um Cervantes og prakkarasöguna
(píkareskuna), en þar rís spænska skáldsagan hæst. Eg tek fram yfir
Cervantes höfund smákvers sem sjaldan er minnst á, Lazarus frá Tormes.
Venjulega er hugflæðið (stream of consciousness) talið Joyce til tekna og
vissulega er Joyce minnismerki í heimsbókmenntunum. Snilld og árangur
Joyce í hugflæðistækni eru óvéfengjanleg þótt ég taki tækni Virginiu Woolf
fram yfir sem vann að henni á sama tíma svo erfitt er að skera úr um hvoru
141