Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 31
Fegursta sjórekið lík svo endanlega dauður, svo varnarlaus og svo líkur mönnunum þeirra, að fyrstu táragjárnar opnuðust í hjörtum þeirra. Ein þeirra yngstu byrjaði að snökta. Hinar æstu hver aðra, andvörp þeirra viku fyrir kveinstöfum og því hærra sem þær snöktu því meira fýsti þær að gráta því sjórekna líkið varð æ meiri Stefán í augum þeirra og þær grétu hann svo ákaft að á endanum varð hann umkomulausasti maður jarðarinnar, mildastur allra og greiðviknastur, aumingja Stefán. Og þegar mennirnir komu aftur með þau tíðindi að sjórekna líkið væri heldur ekki úr nágrannaþorpunum fundu þær til fagnandi tómleika mitt í táraflóðinu. —Lofaður sé Guð, stundu þær, við eigum hann þá! Mennirnir héldu að þessir yfirdrifnu tilburðir væru aðeins til marks um léttúð kvenna. Þeir voru þreyttir eftir varfærnislegar fyrirspurnir næturlangt og það eina sem þeir höfðu áhuga á var að losa sig í eitt skipti fyrir öll við þennan óboðna gest áður en sólin færi að loga á þessum þurra, vindlausa degi. Þeir klömbruðu saman líkbörum úr afdönkuðum rám sem þeir bundu saman með reipum til að þær héldu uppi þungum líkamanum alla leið út að sjávarhömr- unum. Þeir ætluðu að hlekkja kaupskipsakkeri við ökkla hans til að hann kæmist óhindraður á dýpsta hafsbotn, þar sem fiskarnir eru blindir og kafararnir deyja úr heimþrá, til að vondir straumar skiluðu honum ekki aftur upp í fjöru einsog komið hafði fyrir önnur lík. En því meira sem þeir flýttu sér, því fleira datt konunum í hug til að tefja fyrir. Þær gengu um einsog hræddar hænur, leituðu í kistum sínum að verndargripum fyrir sæfara, flæktust fyrir, sumar til að hengja utan á líkið hálsmen sem tryggðu því góðan byr, aðrar til að festa á það armband sem kæmi í veg fyrir áttavillu, og eftir að hafa sagt ótal sinnum burt með þig kona reyndu að vera þar sem þú ert ekki fyrir, sérðu, nú var ég nærri dottinn um hinn látna, fór mennina að gruna margt og þeir tóku að nöldra til hvers er allt þetta altarisrusl þegar ókunnur maður á í hlut, og það er sama hvað þið hengið marga nagla og kastarholur utan á hann, hákarlarnir bryðja þetta allt í sig, en þær héldu áfram að koma með ódýru helgigripina sína, gengu fram og aftur, rákust á og andvörpuðu, flóandi í tárum, og á endanum hreyttu mennirnir út úr sér hverslags eiginlega umstang þetta væri útaf sjóreknu líki sem enginn þekkti, þessu líka skítahræi. Ein kvennanna stóðst ekki mátið þegar hún heyrði þetta 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.