Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 42
Tímarit Máls og menningar
„Einsog ég skrifaði um daginn“ (S 117-18); „ogfyr var sagtáþessum
blöðum“ (G 46); „Æ ég hef útmálað þetta svo oft áður“ (G 98);
„Hans er getið í þessum strjálum upprifjunum mínum, þeirri
kompu sem ég nefni Úngur eg var“ (G 211).
Stundum hefst kafli á slíku orðatiltæki, einsog sagnamaðurinn
væri nú að taka upp þráðinn á nýjan leik. Og allt verkið endar á
orðunum um allskonar „fjölbreytni og flækjur í ókunnum stöðum“,
sem séu „ekki tök á að rekja, nema brjóta um leið saklaust og einfalt
mótið á þessum smábókum fjórum“ (G 239). Eitt skýrasta dæmi þess
hvernig lesandinn er svo að segja tekinn tali og gerist viðstaddur
tilurð sögunnar er þessi klausa: „Fyrir nokkrum dögum barst mér
lítið plagg í hendur, og kastar ljósi á efni sem ég hef stundum verið
að hugleiða á meðan ég var að krota þennan texta (T 227).
Auðséð er að skáldið hefur gert sér far um að forðast viðhöfn og
mælskulist í stíl sínum, og gefur honum í staðinn blæ af munnlegri
frásögn. Þannig notar hann stundum lauslega setningaskipun sem
væri varla tekin gild af íslenskukennara en sem við könnumst vel við
úr mæltu máli: „Sá vísi maður dr Thorlaksson úr Winnipeg, einu-
sinni vorum við sammátta á hóteli í New York og ræddumst við, þá
segir hann“ (T 188-89); „túngumál þess manns sem bók hans var
aungri lík“ (Ú 160); „Aðan lét ég niður falla frásögur af sumardögum
1920, sem ég fæ í rauninni ekki fundið önnur orð um slíka daga en
vinur okkar Tómas Guðmundsson orti um sumar nokkurt af þessu
tæi“ (G 71); „Ekki varð vottur af titríngi í andliti þessarar stóru
tignarlegu konu, sem gott ef ekki var reyndar úng stúlka“(G 74).
Slíkar setningar eru að vísu ekki ýkja margar, en þær gefa samt til
kynna í hvaða átt er miðað með stílnum á þessum bókum.
I þessu sambandi má benda á stílsatriði, sem kann að virðast
lítilfjörlegt í sjálfu sér, en sem vegna tíðni sinnar setur greinilegt
mark á frásagnarháttinn allan. Ég tilfæri þetta upphaf að kafla:
„Ekkert man ég þegar við fluttum úr steinbænum við götuna og í
nýa timburhúsið uppí lóðinni, og enn stendur, þó miklu hljóti að
vera búið að umturna síðan ég fór.“ (T 12) I venjulegri skólaíslensku
mundi hér vera notað tilvísunarfornafnið sem eða er í staðinn fyrir
það og sem ég hef skáletrað. Slíkt og er að vísu engin alger nýjung í
rituðu máli höfundarins, en í þessari æskusögu hans er því beitt svo
oft að mörgum tugum skiftir: „Pétur biskup Pétursson og sagður
160