Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 43
I túninu heima var sálarlaus“ (T 174); „settist hjá matseljunni Maríu Kokkilsdóttur, og var gull að manni og á mínu bandi“ (S 15); „Hálfir skósólar og Spaks manns spjarir, og ég keypti á götunni þegar ég var á stuttbux- um“ (U 78); „Afturámóti hef ég samið Barn náttúrunnar og sumir telja besta bók hér á landi“ (G 52). Ef maður talar hér um tilraun til að setja liðugan og munnlegan blæ á stílinn, þá verður um leið að slá varnagla við. Eg get ekki fullyrt neitt um það, hve algengt til dæmis ofangreint og hefur verið í íslenskunni fyrr og síðar, eða hvernig það orkar á máltilfinningu nútíma íslenskra lesenda. En eitt er víst. Ef það á að skoða sem dæmi um talað mál hjá höfundinum, þá er hér um stílfxrt talað mál að ræða, mál sérstaklega skapað til þess að hæfa „þessum smábókum fjórum“. íslensk menning: „blær af heimi sem einusinni var“ Á einum stað er berum orðum tekið fram að það sé ekki ætlun höfundarins „að skrifa saman menníngarsögu tímabilsins, því síður almenna bókmentasögu” (T 178). Þó er enginn efi á því að þessi æskusaga hans sjálfs gefur um leið einkar fróðlega mynd af íslenskri menningu í upphafi aldar okkar — mynd sem auðvitað er lituð af einstaklingseðli hans og reynslu gegnum árin. Einsog eðlilegt er verða Mosfellssveitin og heimilið í Laxnesi nokkurskonar miðdepill í lýsingu hans á þessum tíma. Hér hefur hann kynnst fyrirkomulaginu „stórheimili", sem hann nefnir svo, og „sem ég var svo heppinn að ná í skottið á í mínu lífi“. Það á sér djúpar rætur: Stórheimila-fyrirkomulagið var eldra en iðnbyltíngin í Evrópu; það er sama fyrirkomulag og var á Bergþórshvoli hjá Njáli; svo fornt að ekki er einusinni hægt að ræða um það með orðalagi né hugsunarhætti sem nú tíðkast, ellegar út frá því ástandi sem við skiljum. Stórheimili þýddi ekki að heimilin væru stór, heldur bjuggu þar saman þrjár kynslóðir venslafólks ásamt því óvensluðu fólki sem af einhverjum ástæðum gerðist fjölskyldunni áhent, allir sem einn maður, sumir um stundarsakir, aðrir ævilángt. (T 102) Einsog oft annars bætir höfundurinn í þessu sambandi við athuga- semd um ástandið fyrr og nú þegar hann lítur um öxl. Það verður til 161
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.