Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 49
„I túninu heima “ einlægt haldið áfram að vera mér góð; þó ekki há fjöll og allrasíst jöklar; en þægileg lítil fjöll; lága stigið næst fyrir ofan mannlífið. Maður með hund að gá að kind; fugl; og himininn“ (S 220). Laxness hefur í skáldskap sínum verið trúr fyrstu reynslu sinni af íslenskri náttúru. Enginn hefur heldur lýst henni í öllum hennar myndum af svo óviðjafnanlegri snilld og hann. Jarm í kind, fugl á staur, túnfífill og hunangsfluga verða ekki aðeins hlutlaus fyrir- brigði umhverfisins. Þau opinbera okkur einnig sambandið milli manns og náttúru í lifandi heild. Að „álpast inní völundarhús skáldskaparins“ Saga þessi er auðvitað fyrst og fremst saga upprennandi listamanns og skálds; það er rithöfundurinn Laxness sem lítur um öxl. Tilhneig- ingar hans í þá átt gerðu furðulega snemma vart við sig. Og það verður ekki annað sagt en að hann hafi mætt óvenju miklum skilningi á heimili sínu. Faðir hans var sönghneigður maður og safnaði mönnum að sér úr nágrenninu til að æfa kórsöng. Hann spilaði sjálfur á orgelharmóníum og fiðlu og kenndi syni sínum að leika á þessi hljóðfæri. Haustið sem Halldór var tólf ára sendu foreldrar hans hann „Eggerti Gilfer til halds og trausts“; hjá þessum tónlistarmanni og organista var hann látinn „spila á orgelharmóní- um frammeftir vetri“ (T 170). En ekki síst orgelið og stórmeistari þess, Johann Sebastian Bach, átti eftir að fylgja honum gegnum lífið. Faðir hans kom líka drengnum í Iðnskólann, „fölleitum tólf ára dreing innanum þrítug heljarmenni, járnsmiði með sótorpnar hend- ur á stærð við kjötkrof, íbleika bakaranema og bólugrafna hámentaða prentara“ (T 211). Hér var Halldór að teikna í bekk með mönnum einsog Asmundi Sveinssyni myndhöggvara. Framan af þótti honum „nýnæmi að vera staddur í heimi sem samanstóð af kubbum klömbruhnaus, öðru nafni rombu, strýtum keilum og öðru rúmfræðilegu fígúruverki“: „en þetta dót hafði samt á mig sljóvgandi áhrif þegar til leingdar lét, af því það gerði ekki ráð fyrir sál, því síður anda, að mér fanst“. En allt fór útum þúfur þegar kennarinn, Þórarinn B. Þorláksson, „kom með hellenska gyðjuhausa úr gifsi; þá ofhasaði mér; mikið þóttu mér þetta andstyggilegar konur“ (213). En þrátt fyrir þessa frekar neikvæðu reynslu hins unga listnema „í 167
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.