Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 57
„I túninu heima “ saman Salka Valka, „óbrotin fiskstúlka á afskektu landshorni“ (S 143-44), form í huga hans. Það kemur líklega meira flatt upp á menn að mæta í þessu sambandi rómantískri smásögu eftir Paul Heyse: L’Arrabiata (1855). En þeirri sögu kynntist Halldór fyrst í Menntaskólanum, í þýskukennslu Jóns Ofeigssonar; hann tilfærir nú hina látlausu fyrstu setningu sögunnar: „Die Sonne var noch nicht aufgegangen.“ Myndin af hinni skapmiklu ítölsku alþýðustúlku í hafnarborginni Sorrento eignaðist „einhverskonar sjálfstætt líf“ í honum, „að sínu leyti einsog tilamunda jólaguðspjallið samkvæmt Lúkasi“. Og þegar hann snéri heim til Islands eftir þriggja ára dvöl í Ameríku var honum „ekki leingur undankomu auðið frá þessu efni, heldur var mér lífsnauðsyn að líkja eftir mynd þessarar Caprí-stúlku; mynd hennar endurborinnar var í mér; og ég var farinn að semja Sölku Völku áður en ég vissi af“ (S 60). Söng Hjálpræðishersins „Þú vínviður hreini“, sem á svo þýðingar- miklu hlutverki að gegna í Sölku Völku, lærði Halldór af hinni margbreyttu söngskrá Nikkólínu Arnadóttur, festarkonu Jóhanns Jónssonar skálds: „Eg held áfram að standa í þakkarskuld við þessa konu fyrir Ijóð sem síðar leiddu mig útí að setja bók saman og margir telja mína skástu.“ (G 159-60) Þessi atriði úr þróunarsögu Sölku Völku eru fróðleg dæmi þess hve skáldsaga getur átt sér langan aðdraganda og sogið í sig næringu úr ýmsum áttum, en samlagast hugmyndaheimi skáldsins og birst að lokum í gerbreyttri mynd, í nýrri tóntegund. Einsog eldri íslenska lesendur rekur kannski minni til var frumút- gáfan af Sjálfstæðu fólki prýdd kápumynd af höggmyndinni. „Utilegu- maðurinn“ eftir Einar Jónsson. Það var engin tilviljun, því að þetta var fyrsta líkneskjan sem heillaði drenginn þegar hann „stóð líklega sjö ára gamall í fordyri Islandsbánka andspænis myndinni af útilegu- manninum eftir Einar Jónsson — já í hvítu gifsi; og hafði ekki einusinni verið strokið burt rykið“. Og áhrifin fyrnast ekki: „Hvað sem ég kynni að segja um Einar Jónsson að öðru leyti/ . . ./ þá er þessi mynd af manninum sem kemur ofanaf fjöllum með barn sitt í fánginu og konu sína dauða á bakinu, stafinn sinn og hundinn, enn hin sama opinberun — og áskorun — og þegar ég sá hana fyrst.“ (U 222) En er ekki Bjartur á síðustu blaðsíðum bókarinnar, á flótta frá 175
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.