Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 57
„I túninu heima “
saman Salka Valka, „óbrotin fiskstúlka á afskektu landshorni“ (S
143-44), form í huga hans.
Það kemur líklega meira flatt upp á menn að mæta í þessu
sambandi rómantískri smásögu eftir Paul Heyse: L’Arrabiata
(1855). En þeirri sögu kynntist Halldór fyrst í Menntaskólanum, í
þýskukennslu Jóns Ofeigssonar; hann tilfærir nú hina látlausu
fyrstu setningu sögunnar: „Die Sonne var noch nicht aufgegangen.“
Myndin af hinni skapmiklu ítölsku alþýðustúlku í hafnarborginni
Sorrento eignaðist „einhverskonar sjálfstætt líf“ í honum, „að sínu
leyti einsog tilamunda jólaguðspjallið samkvæmt Lúkasi“. Og þegar
hann snéri heim til Islands eftir þriggja ára dvöl í Ameríku var
honum „ekki leingur undankomu auðið frá þessu efni, heldur var
mér lífsnauðsyn að líkja eftir mynd þessarar Caprí-stúlku; mynd
hennar endurborinnar var í mér; og ég var farinn að semja Sölku
Völku áður en ég vissi af“ (S 60).
Söng Hjálpræðishersins „Þú vínviður hreini“, sem á svo þýðingar-
miklu hlutverki að gegna í Sölku Völku, lærði Halldór af hinni
margbreyttu söngskrá Nikkólínu Arnadóttur, festarkonu Jóhanns
Jónssonar skálds: „Eg held áfram að standa í þakkarskuld við þessa
konu fyrir Ijóð sem síðar leiddu mig útí að setja bók saman og
margir telja mína skástu.“ (G 159-60)
Þessi atriði úr þróunarsögu Sölku Völku eru fróðleg dæmi þess
hve skáldsaga getur átt sér langan aðdraganda og sogið í sig næringu
úr ýmsum áttum, en samlagast hugmyndaheimi skáldsins og birst að
lokum í gerbreyttri mynd, í nýrri tóntegund.
Einsog eldri íslenska lesendur rekur kannski minni til var frumút-
gáfan af Sjálfstæðu fólki prýdd kápumynd af höggmyndinni. „Utilegu-
maðurinn“ eftir Einar Jónsson. Það var engin tilviljun, því að þetta
var fyrsta líkneskjan sem heillaði drenginn þegar hann „stóð líklega
sjö ára gamall í fordyri Islandsbánka andspænis myndinni af útilegu-
manninum eftir Einar Jónsson — já í hvítu gifsi; og hafði ekki
einusinni verið strokið burt rykið“. Og áhrifin fyrnast ekki: „Hvað
sem ég kynni að segja um Einar Jónsson að öðru leyti/ . . ./ þá er
þessi mynd af manninum sem kemur ofanaf fjöllum með barn sitt í
fánginu og konu sína dauða á bakinu, stafinn sinn og hundinn, enn
hin sama opinberun — og áskorun — og þegar ég sá hana fyrst.“ (U
222) En er ekki Bjartur á síðustu blaðsíðum bókarinnar, á flótta frá
175