Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 65
Innan og utan viö krosshliðið Mörgum kann að finnast að Álfgrímur eldri hafi þegið býsna marga drætti frá höfundi bókarinnar, Halldóri Laxness. Það má vel vera rétt. Hins vegar skiptir það voða litlu máli. Það sem máli skiptir er hvort hin innbyggða höfundarafstaða verksins, söguhöfundurinn, og Álfgrímur eldri, sögumaðurinn, eru sammála um mat og skilning á sögunni. Eg fæ ekki betur séð en söguhöfundur vinni með sögumanni og viðhorf þeirra falli saman. Álfgrímur eldri er þannig ekki íronísk persóna, en það er augljóst íronískt misræmi á milli reynslu og mannþekkingar hans annars vegar og Álfgríms yngra hins vegar. Þetta íroníska misræmi gerir kröfu til lesanda um að hann lesi vel, geri sér grein fyrir því að ekki er allt sem sýnist — hvorki innan né utan við krosshliðið. Og víkjum nú að Álfgrími yngra og því hvernig hann skilur atburðina sem sagt er frá í bókinni. Alfgrímur yngri Eitt megineinkenni Álfgríms yngra í Brekkukoti er dæmalaust hrekkleysi hans: Þó má vel vera að menn hafi skopast að mér meira en ég vissi um, en ég var svo viðbragðsheimskur þegar ég var únglíngur, að ég skildi ekki kerskni fyr en það var orðin illkerskni eða opinn hrekkur; og varla einusinni þó svo væri.(142) Sakleysi Álfgríms er bein afleiðing af uppeldi hans í Brekkukoti. Þar eru orðin of dýr til að eyða þeim í gálaust hjal, kerskni eða lygar. Þar að auki er það ófrávíkjanlegt boðorð í Brekkukoti að menn eigi ekki að hnýsast í einkamál náungans heldur beri mönnum að virða rétt hans til að haga lífi sínu eins og honum sýnist. Forvitni og þjófnaður eru þar af leiðandi sambærileg brot í augum Brekkukots- fólksins (sbr.104). Vegna þessa er Álfgrími fyrirmunað að sjá hvar fiskur liggur undir steini í samskiptum manna utan við krosshliðið í Brekkukoti. Það að fara með ósannindi er alvarleg ásökun í hans augum, og gruni hann að fólk fari ekki með rétt mál kemur siðfræði Brekkukots strax í veg fyrir frekari eftirgrennslanir um þau mál. 183
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.