Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 75
Innan og utan við krosshliðið
Gúðmúnsen hefur fjárfest í listamanni og hefur nú uppi menning-
arherferð sína sem mest hann má. Málgagn Búðarinnar, Foldin,
flytur stöðugar fréttir af sigurför óperusöngvarans Garðars Hólms.
Fréttirnar semur skáld-ritstjóri Foldarinnar trúlega sjálfur. Þessum
fréttum er trúað og tilvist hins íslenska veraldarsöngvara hefur orðið
fólkinu það sem Gúðmúnsen ætlaðist til. Hann hefur náð tilgangi
sínum að hluta:
Hann var ekki fyr kominn í landið en mér fanst ég vera farin að svífa
í loftinu, og landið okkar litla sem er þekt af því einu að vera hjálenda
enn ófrægara lands, — guð veit maður var bara orðinn partur af
heiminum sjálfum. (279)
Þetta er maðurinn sem Islendingar þekkja, þjóðarstoltið Garðar
Hólm. í augum fólksins er hinn ómenntaði verkamaður Georg
Hansson ekki til. Ef hann gæfi sig samt fram og segði að
óperusöngvarinn Garðar Hólm væri ekki til og hefði aldrei verið til,
þá er hætt við að illa færi:
Amma mundi segja: Það sem þú ert sjálfur það ertu og annað ekki,
sagði ég.
Þar skjöplast kellíngunni, sagði Garðar Hólm. Það sem maður er
sjálfur, það er það eina sem maður er ekki. Það sem aðrir halda að
maður sé, það er maður. (269)
Georg Hansson getur ekki snúið aftur heim til Islands eftir að
hann kemst að raun um að hann muni aldrei verða söngvari. Kæmi
hann heim eins og hann er, bláfátækur verkamaður, myndu
vonbrigði og reiði fólksins skella á honum vegna þess að hann væri
ekki sá sem það hélt að hann væri. Og hvað biði hans síðan?
Kannski vinna í Snafsinum, þaðan sem lagt var af stað (sbr. 273).
Georg Hansson er þannig í raun og veru útlægur úr sínu heimalandi.
Hann flækist til Jótlands, giftist þar en festir ekki rætur í hinu
danska þorpi þar sem hann er þekktur af því að vera fáskiptinn
maður sem blandar ekki geði við aðra. Meðal annars ræður hann sig
á skip sem sækir saltfisk til Islands og siglir með hann til Spánar (sbr.
236-237).
Gúðmúnsen bjó Garðar Hólm hins vegar ekki til handa löndum
sínum eingöngu. Hann virðist smám saman komast að raun um að
193