Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 89

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 89
Breytileiki lífsins Að mínu mati er þetta einföldun á persónusköpun Arnalds og frá- sagnarhætti sögunnar og skal nú reynt í alltof stuttu máli að rökstyðja það. Sögumaður í Sölku Völku á að minnsta kosti tvennt til, vísast má sjá á honum enn fleiri fleti. Annars vegar er hinn íroníski sögumaður, sá sem fer í land á Oseyri með mæðgunum í upphafi sögu af því honum finnst furðu sæta að einhvers konar mannlíf skuli þróast í plássi þar sem ekkert undirlendi er og vill kynna sér það nánar (7—8): Oll menníng og öll ánægja skapast á undirlendi. Á stað þar sem aldrei er hægt að komast neitt burt og aldrei getur verið von á neinum ókunnugum, þar getur heldur aldrei verið neins að vænta. Hvernig færi til dæmis ef prestssonurinn yrði leiður á að vera skotinn í dóttur kaupmannsins? Já hvernig færi? Eg spyr bara. Hinn íroníski sögumaður er ráðandi meiri part bókar. Samlíkingar eru hans og myndmál eins og ótal dæmi mætti taka um, og ályktanirnar sem hann dregur eru sumar dæmalaust kaldhæðnar (152): Nú var orðið lángt síðan verulega fjörug og margbreytileg skemtun hafði verið haldin hér í kaupstaðnum, enda ekki á hverjum degi sem svo margir fórust í sjónum. Stundum tekur þessi sögumaður sér stöðu hjá fólkinu, verður eins konar almannarómur, en oftast er hann fyrir utan atburði eins og gestur. Hug- lægari stíl getur varla en hjá þ'essum íronískt fjarlæga sögumanni, þó man ég eftir nemanda mínum sem sagði í ritgerð að frásögn Sölku Völku væri alveg hlutlaus, það gerir grínið sem hann gerir að öllum jafnt. Þessi sögumaður gerir frá fyrstu tíð sama gys að jafnaðarmennskuhug- sjónum sögufólks síns og auðvaldinu. Hann talar um að taka eignarréttinn af almennilegu fólki (291), hæðist að skammvinnum bata Sveinbjargar konu Magnúsar bóka eftir stofnun verkalýðsfélagsins (325) og lýsir því með galsa hvernig fólk gengur úr og í það félag eftir því hvernig vindurinn blæs. Ekki er þó vandi að sjá að íronían er á yfirborðinu og til þess gerð að sagan verði ekki tilfinningasöm, það er ekki síst ljóst þegar Sveinbjörg og kröm hennar er til umræðu. Einnig má sjá íroníuna á því að sögumaður snýr annarri ásjónu að Sölku og Arnaldi yfirleitt, þótt sá íroníski eigi það til að gera grín að þeim líka. Sá sögumaður sem snýr að Sölku er laus við kaldhæðni. Hann stendur með Sölku, dáist að henni og horfir á atburði með hennar augum þótt hann noti ekki orðalag hennar um það sem hún sér. Þessi sögumaður segir til dæmis undurfallega frá vaknandi tilfinningum stúlkunnar fyrir sjálfri sér 207
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.