Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 92
Tímarit Máls og menningar Meiri hluti skáldsagna fram á þennan dag fjallar um efnaða borgarafjöl- skyldu í kaupstað, sem verður fyrir einhverju fjárhagslegu óhappi, annað- hvort vegna þjófnaðar, ráns, svika, óvarkárni eða óheppilegrar giftingar barnanna. Gangurinn er sá að láta þessar fjárhagsmisfellur lagast á fínan og siðprúðan hátt og ástamálin falla aftur í farvegi borgaralegs velsæmis. Það er í öllum skáldsögum fínn og siðprúður kvenmaður, góður maður, sem er að gera hosur sínar grænar fyrir kvenmanninum, og loks vondur maður sem er eitthvað að þvælast fyrir góða manninum og reyna að ná í kvenmanninn, en í sögulok er vondi maðurinn drepinn á fínan og siðprúðan hátt eða sendur burt. I venjulegum skáldsögum er gengið frá ástamálum á þrennan hátt: Annaðhvort giftist sæmilega efnaður maður sæmilega efnaðri stúlku, eða þá rík stúlka giftist fátækum manni, sem líklegur er til að geta annast um, að peningar hennar gefi af sér góða rentu, eða í þriðja lagi giftist fátæk og siðprúð stúlka ríkum manni, sem getur gert hana fína. Hinn fíni og siðprúði lesari er með öðrum orðum aldrei skilinn eftir á síðustu blaðsíðunni án fínnar og siðprúðrar vonar um, að hetjan og ástmey hans muni að lokum hafna í fínu og siðprúðu hjónabandi. Líkast til finnst einhverjum þetta óréttmætur dómur, en það skiptir ekki máli hér, hitt skiptir máli að þetta er yfirlýsing um að svona skáldsögur ætlaði Halldór Laxness ekki að skrifa. Sagan um Sölku Völku átti að vera andstæða þessara skáldsagna í einu og öllu. Þetta held ég að Arna Sigurjónssyni sjáist yfir í grein sinni, þess vegna biðji hann um siðprútt ástafar og siðprúða von um trúlofun í bókarlok. Hugsanlegt er líka að Arni finni til nægilega mikils skyldleika við Arnald (sem ungan vinstrimann) til að vilja siða hann samkvæmt þeim reglum sem hann hefur tamið sér sjálfur og jafnframt til að hneykslast á honum fyrir val hans á kvenfólki. I rauninni tekur Arni sömu afstöðu til Sölku og fínu kvenfarþegarnir á skipinu í sögulok, sem „fanst það blátt áfram ónáttúrlegt að Arnaldur Björnsson, sem var þó þrátt fyrir alt mentaður maður, skyldi geta haldið við svona stórgerðan og ruddalegan kvenmann". (451) Arni er að rýna í hugmyndafræði Halldórs Laxness en gáir ekki að taka af sér gleraugun við og við og athuga þau, athuga hvernig hann skoðar sögupersónur Halldórs. Það ætti þó ekki að vera síður skemmtilegt. Einnig er honum að sjálfsögðu leyfilegt að skoða gleraugu þeirrar sem hér hefur lamið ritvél um hríð. 210
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.