Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 125
Umsagnir um bœkur
hans. Þannig fær lesandinn að vita eitt
og annað um Guðnýju, þó að höfundur
hefði svosem að ósekju mátt leggja ögn
fleiri orð í munn þessarar ágætu konu.
I öðru lagi lýsir sagan heimi sukkaðra
ungra manna í leit að sjálfsmynd, og
rökrétt afleiðing þessa er að þeir komi
fram við konur sem hálfgerðir huldu-
hrútar. Þeim er t.d. gjarnt að líta á
konur sem ógnun við frelsi sitt, kynver-
ur sem vilji binda þá á klafa hjóna-
bandsins. En allt bendir til þess í lokin
að Guðjón ætli að láta þessa afstöðu
lönd og leið, og að það verði upphaf
vitundarvakningar hans ...(!) Og sann-
ar það ekki að höfundur taki gagnrýna
afstöðu til marghataðs viðhorfs?
Að öllu samanlögðu sýnist mér að
Einar Kárason megi vera ánægður með
þessa frumraun sína á sviði skáldsagna-
gerðar. Persónusköpun sögumanns er
fagmannleg, hugmyndaheimur töffar-
anna kemur skýrt fram í drykkjuþrugl-
inu, vettvangslýsingar eru sumar hverj-
ar óborganlegar s.s. úr Háskólanum og
af Borginni, myndmál sömuleiðis eins
og í eftirfarandi samlíkingum: í timbur-
mönnum líður Guðjóni eins og hann
„hefði klætt heilann í ullarnærbol” (32);
giftingarathöfn í dómkirkjunni „snigl-
aðist áfram einsog langdregin tilrauna-
mynd í kvikmyndaklúbbnum“ (71), að
ógleymdri upphafssetningu bókarinnar:
Mér nægir að hugsa um slag-
vatnslykt til að finna sjóveikina
skríða einsog þúsundfætlu niður
vélindað. (7)
Þannig fór um sjóferð þá, vonandi verð-
ur ekki langt að bíða þeirrar næstu.
Jóhanna Sveinsdóttir
OG ÞAÐ VARÐ ÁST
Ein viðamesta ljóðabók frumútgefin
á síðustu vertíð var síðasta bók Matthí-
asar Johannessen til þessa, Tveggja
bakka vebur (AB 1981), 198 blaðsíður
og skiptist í 15 kafla. Fljótt á litið er hún
líka margbreytileg að efni og formi, en
þegar betur er að gáð kemur í ljós að
sömu hugðarefni sækja að skáldi í flest-
um köflum, sígild og seint útrædd: ást-
in, hverfulleikinn og dauðinn. Formið
er frjálst á flestum ljóðunum, en bundið
þegar Matthías vill hafa mikið við látna
menn, mikil skáld og dómkirkjur. Mér
þykir frjálsa formið eiga miklu betur
við Matthías, hann verður stundum
yfirmáta hátíðlegur orðskrúðsmaður í
hefðbundnu kvæðunum (sjá t.d. Séra
Matthías, 85). Almennt má segja um
bókina að hún sé orðmörg og merking
sumra ljóðanna verði óljós þess vegna,
en þar má finna margt að una sér við.
Hugðarefnin áðurnefndu, ást, hverf-
ulleiki og dauði, sem Matthías yrkir um
í Tveggja bakka veðri, eru nátengd í
ljóðunum og varla unnt að fjalla um eitt
í einu svo vel fari: ástin hefur vitjað
hans þótt honum finnist hann gamall
orðinn, þessi ást er hverful og það finnst
honum lífið vera líka, og sú hugsun
leitar á hann æ ofan í æ að allt sé þetta til
einskis, lífið tilgangslaust, dauðinn eins
og tilviljun.
Fyrsti bálkur bókarinnar heitir Þú ert
kvöldsól á heiðinni, og eins og nafnið
bendir til er kona ávörpuð í ljóðunum,
ástmær sem birtist seint í lífi skálds,
„kveðja frá veröld sem vitjar mín enn“
(11). Ljóðin tjá milda, jafnvel auðmjúka
hlýju karlmanns sem hefur búið við
harða drauma en lifir eitthvað óvænt á
þessari ögurstund ævi sinnar, nýja til-
finningu. Víða eru undurfallegar mynd-
243