Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar TMM er tímarit bókaforlags og afar skiljanlegt að helsta viðfangsefni þess séu bókmenntir og umfjöllun þeirra. Enn þyngra á metunum vegur þó líklega sú staðreynd að auk rita sem aðeins koma út einu sinni á ári er TMM eina íslenska tímaritið sem sinnir reglubundinni, alvarlegri bókmenntaumræðu. TMM hefur í þessu tilliti lykilhlutverki að gegna og kemur til móts við brýna þörf fyrir slíka umræðu í okkar þjóðfélagi. Þar er í mörg horn að líta; koma þarf á framfæri frumsömdum og þýddum skáldskap, ljóðum og sögum, birta bókmenntaritgerðir, greinar og ritdóma, fjalla um erlendar bókmenntir. — En ritið hefur síður en svo einbundið sig við þetta hlutverk sitt. Ef flett er síðustu árgöngum þess koma hin fjölbreytilegustu viðfangsefni í ljós: þjóðfrelsisbarátta, farandverkafólk, blaðamennska, skólamál, börn og ung- lingar, kvenfrelsisbarátta, þriðji heimurinn, kjarnorkuvígbúnaður, friðar- hreyfing. Svanur hvetur til að TMM taki í auknum mæli upp stjórnmálaumræðu íslenskra sósíalista, þ. e. umfjöllun og skoðanaskipti um innanlandspólitíkina og vinstri stefnu. Slík umræða er vissulega bráðnauðsynleg, en ég tel mig mæla fyrir munn margra er ég lýsi mig andvígan því að TMM verði lagt í stórum mæli undir slíkt. Reyndar fæ ég ekki séð hvernig slíkt gæti gerst nema með því að það sprengi af sér tímaritsformið, því ritið hefur yfirdrifið nógu að sinna á því mikilvæga sviði sem það hefur hingað til markað sér. Og að ýmsu mætti þar betur gæta, t. d. vandaðri kynningu erlendra bókmennta — í þeim efnum er tímaritið einn af okkar örfáu gluggum út í umheiminn. Veitir heldur ekki af að vega upp á móti slúðurdálkakenndum skrifum flestra dagblaðanna um erlendar bókmenntir og höfunda (sem vísast eru slæm suða upp úr samsvarandi dálkum erlendum). Umræða sú sem Svanur er að hvetja til á að hluta til heima í Þjóðviljanum, en hins vegar þurfa vinstri menn sannarlega að búa yfir tímariti sem fæst fyrst og fremst við slík mál. En eiga vinstri menn ekki tímarit um þjóðfélagsmál sem er engu síður „arfleifð íslenskra sósíalista“ en TMM? Eða hver er staða Réttar í dag? Mætti ekki hleypa í hann nýju lífi svo hann megni að sinna „nauðsynlegri umfjöllun um vinstri stefnu og verkalýðsbaráttu, þar sem litið er til verkefna dagsins og reynt að meta lærdóma reynslunnar", svo ég noti orð Svans. Eg vona að Svanur telji þessar línur mínar ekki til „heimsósómaskrifa", og allra síst vil ég auka á ósætti meðal vinstri manna. En ég leyfi mér að vera dálítið gramur yfir þeirri fullyrðingu hans að „þjóðmálaumræða" sé lítil í TMM. Ef til vill notar hann orðið í þröngri merkingu, en það er full ástæða til að leggja áherslu á að lifandi bókmenntir og umfjöllun um þær eru þjódmála- umrxba. Slík skrif eru að sönnu önnur leið að þjóðfélaginu en hin beina pólitíska umræða, en þó leið sem er pólitísk og sem birtir í sífellu hugmynda- fræðilega afstöðu skrifarans til hinna ýmsu fyrirbæra þjóðfélagsins. Það er með gagnrýnum skrifum af þessu tagi sem TMM á að taka púls á samfélaginu og vera vopn gegn afturhaldsöflum þjóðfélagsins. 372
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.