Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 23
Dauða leikhúsið blaðanna, fúskið sem viðgengst í leikhúsum okkar, að ógleymdu miklu vinnuálagi og tilbreytingarleysi. Stundum heyrist því haldið fram að eina skylda gagnrýnandans sé að aðstoða almenning við að velja og hafna sýningum. Þessi skoðun byggist á miklu skilningsleysi á hlutverki gagnrýn- andans sem er miklu þýðingarmeira en flestir gera sér grein fyrir. Það er ekki ofmælt að list sem ekki byggi við neina gagnrýni væri í mjög mikilli hættu stödd. Svo dæmi sé tekið hlýtur gagnrýnandi sem ræðst gegn getuleysi að gera leikhúsinu gagn. Jafnvel þótt hann geri lítið annað en finna að hefur hann nánast alltaf á réttu að standa. Mönnum verður að skiljast hversu óhemju erfitt er að skapa gott leikhús; að hirðuleysi og mistök eru ófyrirgefanleg þegar þessi miðill á í hlut. Það þarf nefnilega ekki mikið til að áhorfend- urnir missi áhuga á því sem fer fram á leiksviðinu; eftir það getur verið gjörsamlega vonlaust að vekja athygli þeirra á ný. Tvær klukkustundir eru stuttur tími og tvær klukkustundir eru heil eilífð; það þarf mikla list til að nota þær vel. Það er ekki nóg að iðka þessa list af ást einni saman án allrar vísindalegrar kunnáttu. Slíkt leyfa menn sér nú samt — og vesalings gagnrýnandinn er dæmdur til þess að sitja kvöld eftir kvöld undir árangr- inum. Getuleysi er ein versta og algengasta meinsemdin í leikhúsi nútímans. Vissulega sjáum við öðru hverju góðan gamanleik, söngleik, pólitískan kabarett og vel heppnaða sýningu á klassísku leikriti; en þar á móti kemur allur sá sægur sýninga sem eru gerðar af nánast fullkomnu kunnáttuleysi. Menn þekkja einfaldlega ekki nægilega til þeirrar tækni sem hver einasti þáttur sviðsetningar og leiks krefst; ef við berum þær kröfur um tækni- kunnáttu sem eru gerðar til sérhvers tónlistarmanns saman við það sem leikhúsfólk getur komist upp með hljótum við að horfast í augu við þá staðreynd að list okkar er að langmestu leyti iðkuð af viðvaningum. Hugsið til allra þeirra tónlistarkennara hvar sem er í heiminum sem geta leikið erfiðustu kaflana í Liszt og lesið nótur Scriabins og hugsið síðan til allra sem hafa fengið vinnu í leikhúsum heimsins án nokkurs annars en svo- lítillar heppni. Sérhver gagnrýnandi sér miklu meira af fúski en list á starfsferli sínum. Einu sinni var mér boðið að leikstýra óperu í Miðaustur- löndum og í bréfi sínu skýrði leikhússtjórinn hreinskilnislega frá því að „hljómsveitina okkar vantar nokkur hljóðfæri og hún leikur stundum falskt, en áhorfendurnir hafa enn sem komið er ekki tekið eftir því.“ Til allrar lukku er gagnrýnandinn gjarn á að taka eftir og þegar það gerist eru heiftúðugustu viðbrögð hans til góðs; þau verða þar með krafa um getu og kunnáttu. Þetta hlutverk gagnrýnandans er vissulega veigamikið, en það er ekki hið eina. Hann verður einnig að vera brautryðjandi. 389
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.