Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 114
Tímarit Máls og menningar
Að hluta birtist hér einnig skáld-
skaparafstaða Stefáns, andóf gegn svo-
nefndum „opnum ljóðum“.
I heimsósómakvæði í Hliðinni á
sléttunni eru þessar ljóðlínur:
Hann er þegar orðinn skæðasta
meindýr jarðar.
Vegna örrar tímgunar sinnar
er hann að eyða öllu lifandi og
dauðu
á láði í lofti og legi. (Ljóð 95)
Þessi hugsun er í Farvegum tekin upp í
meitlaðra, skáldlegra formi:
A bæklað orð
slær bjarma af ljósum stofni
ennþá veitirðu sekasta dýrinu
skjól fyrir vindum (14)
Og þá koma fram í hugann lokaorð
fyrrnefnds kvæðis úr Hliðinni á
sléttunni sem vel mættu vera einkunnar-
orð allrar þessarar bókar:
Fyrirgefið mér guðir þessar jórtruðu
tuggur vikublaðanna.
Lofið varir ljóðið og ástina
fram á yztu nöf.
Þorleifur Hauksson.
FRJÁLSHYGGJAN
Það eru merk tíðindi þegar gefin er út
bók um þjóðfélagsmál eftir vinstri
mann á Islandi. Þegar við bætist að
útgefandinn er sá hópur róttæklinga
sem staðið hefur að tímaritinu Svart á
hvítu og fleiri merkum hlutum þá hopp-
ar hjartað í byltingarsinnuðum marx-
ista; hann tekur við bókinni með titr-
andi höndum og hefur lesturinn með
áfergju. — En, þvílík vonbrigði. Það
verður að segjast alveg eins og er: bók
Birgis Björns Sigurjónssonar, Frjáls-
hyggjan, er hroðvirknislega hugsuð,
hún er skrifuð á óskiljanlegu máli, hún
er uppfull af rangfærslum um kenningar
borgaralegra hagfræðinga og fleira, og
sú efnahags- og stjórnmálastefna sem er
boðuð er hvorki sjálfri sér samkvæm,
skynsamlega rökstudd né jafnvel fram-
farasinnuð.
Þetta eru stór orð. En þetta eru líka
orð sem verður að segja skýrt og skorin-
ort. Róttækir sósíalistar hafa engin efni
á að fara í feluleik eins og íhald og
kratar gerðu eftir útkomu bókar Olafs
Björnssonar Frjálshyggja og Alræðis-
hyggja, sem allir vel menntaðir borgara-
legir hagfræðingar á Islandi vita að er að
mestu rugl. Valdstéttin nærist á þeim
óheiðarleika og tepruskap sem hún kall-
ar kurteisi og tillitsemi. Róttækir sósíal-
istar hafa ekkert að vinna og öllu að
tapa á að taka upp slíkar hefðir. En til
þess að gagnrýni verði róttækum sósíal-
istum það lífsafl sem hún þarf að vera,
þá er nauðsynlegt að hún sé vönduð og
málefnaleg. Það er sérstaklega nauðsyn-
legt að rökstyðja vel stóryrði eins og
þau sem standa hér fyrir ofan.
Ó þú ylhýra málib.
Sjálfsagt glotta ýmsir þegar þeir sjá mig
setjast í kennarastellingar til að benda
öðrum á hvernig eigi að skrifa skiljan-
lega um efnahagsmál og pólitík á ís-
lensku. En ef ég segi að bók Birgis sé
svona fimm sinnum erfiðari og á fimm
sinnum verra máli en það versta sem ég
hef skrifað, þá ættu sömu aðilar að fá
einhverja hugmynd um stílbrögðin í
bók Birgis. Við lesturinn varð mér hvað
eftir annað hugsað til allra þeirra ís-
480