Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 124
Tímarit Máls og menningar
fræðing. Það þarf áreiðanlega ekki að
kalla á sagnfræðing til að segja til um
menntun mína, eins og glópslegar dylgj-
ur Hannesar sýna.
Umfjöllun um málfar ogfleira
Asgeir Daníelsson skýrir lesendum sín-
um frá því, að íslensku- og bókmennta-
fræðingar þreyttust aldrei á að senda
honum tóninn. Honum Ásgeiri finnst
Frjálshyggjan torlesin og hann heldur
því fram að hún sé „skrifuð á óskiljan-
legu máli“. Sumpart kvartar hann yfir
málnotkun minni og sumpart yfir til-
teknu orðavali. Ritdómarinn tekur eftir-
farandi setningu sem dæmi um óskiljan-
legt málfar: „kapitalistarnir héldu að sér
höndum í fjárfestingum“. Setningar af
þessu tagi geta varla vafist fyrir
nokkrum manni. Eg trúi því ekki að
Ásgeir sem er langskólagenginn skilji
ekki hvað þetta merkir. En það er ekki
fjallað oft um hagmál á íslensku frá
þessum sjóndeildarhring, þannig að
sum hugtökin eru dálítið óþjál og fram-
andleg. En úr því mun sjálfsagt rætast,
þegar byltingarsinnaðir og samvisku-
samir marxískir hagfræðingar fara að
skrifa bækur.
Hannes Hólmsteinn kemur fram með
sams konar gagnrýni á málfar mitt og
segir bókina „á óíslenskulegu máli“. Að
svo miklu leyti sem það er rétt á það
rætur að rekja til þess að lítið sem ekk-
ert hefur verið skrifað um þessar fræði-
legu hliðar málsins. Sum hugtökin eru
þess vegna ný í íslensku máli eða nýleg,
en það er alrangt að segja að þau séu
(þar með) óíslensk. Annars gildir al-
mennt í fræðiritum að hugtök fá yfir-
leitt nákvæmari og afmarkaðri merk-
ingu en þau kunna að hafa í daglegu
máli. Átelur Ásgeir mig fyrir að taka
hagfræðilegar skilgreiningar fram yfir
daglegt mál. Hann segir: „Ekki bætir
það úr skák að Birgir notar mörg algeng
orð í annarri merkingu en þeirri sem
algeng er“. Og Ásgeir gagnrýnir mig
sömuleiðis fyrir að rita hagfræði með
skáletri og skilgreina sem frjálshyggju-
hagfræði til aðgreiningar frá hag-
fræðinni almennt. Eg veit ekki hvort
hann ann nokkrum þess að búa til nýjar
skilgreiningar. En það er ekki í verka-
hring ritdómara (í lýðfrjálsu landi) að
segja öðrum til um það hvaða hugtök er
leyfilegt að búa til. En Ásgeir lætur sér
ekki nægja þessa gagnrýni heldur
skammar mig fyrir notkun á orðum
með langa hefð í íslenskri tungu, til
dæmis orðin „einsleitur“, „lífslengd",
„formval", „staðkvæmd" og orðið „vöru-
valsfrelsi" sem hefur gagnsæja merkingu
í málinu. Eftir lestur á texta með slík
hugtök og málfar „fer allt að snúast í
höfðinu" á Ásgeiri.
Rangfærslur ritdómarans
Rangfærslurnar í ritdómi Ásgeirs Daní-
elssonar eru fjölmargar. Má ætla að um
sumar þeirra sé hann sér alveg ómeðvit-
aður um og vil ég þess vegna útskýra
nokkrar þeirra sæmilega vel. En aðrar
rangfærslur eru þess eðlis að Ásgeir
hlýtur að vita sjálfur að honum skjátl-
ast. Engu að síður tel ég það skyldu
mína að útskýra þessi atriði. Mun ég í
tveimur undirköflum fjalla um þessar
rangfærslur, fyrst um þær er lúta að
bókinni sérstaklega og síðan um þær er
varða rangtúlkanir á almennum hag-
fræðihugtökum og hagkenningum.
Hann afhjúpar eigin vankunnáttu sam-
tímis því að hann brigslar mér um rang-
færslur.
Rangfærslur
varðandi efnisatriði Frjálshyggjunnar
Ásgeir heldur því fram í ritdómnum, að
490