Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 95
Walter Benjamin Höfundurinn sem framleiðandi Inngangur Þýski bókmenntafræðingurinn Walter Benjamin bjó í útlegð í París frá því að fasistar komust til valda í Þýskalandi þar til hann svipti sig lífi á flótta við spænsk-frönsku landamærin, er Frakkland hafði verið hernumið. Það sem hér fer á eftir er fyrirlestur sem hann samdi árið 1934 fyrir stofnun sem komið hafði verið á fót í París til rannsókna á fasismanum. Rætur þeirra hugmynda sem hann setur hér fram liggja í fyrsta lagi í þeirri fjölbreytilegu menning- arstarfsemi sem losnaði úr læðingi í Sovétríkjunum á fyrsta áratugnum eftir byltingu, einkum í framleiðslufagurfræði LEF-hópsins svonefnda. Þessar hug- myndir settu svip sinn á þær deilur sem fram fóru innan Samtaka byltingar- sinnaðra rithöfunda (Bund proletarisch revolutionárer Schriftsteller) í Þýska- landi í kringum 1930, en var fram haldið í ýmsum tímaritum útlægra rithöf- unda á 4. áratugnum og hafa oft verið kenndar við Bertolt Brecht og Georg Lukács.' Oðrum megin fór flokkur með Lukács í fararbroddi sem hélt því fram að raunsæisskáldsaga 19. aldar væri eina bókmenntaformið sem tækist að bregða upp heildarmynd af sundruðum þjóðfélagsveruleika. Ffinum megin fór fólk, sem gerði tilraunir með ný tjáningarform í samræmi við breyttar þjóðfé- lagsaðstæður og nýtt hlutverk bókmenntanna í samfélaginu. Brecht, Ffanns Eisler2 og Benjamin tengjast þessum síðari hópi, enda störf þeirra og kenningar mjög á skjön við hugmyndir Lukácsar. Benjamin taldi menningararf 19. aldarinnar gjörsamlega úr tengslum við þá reynslu, eða öllu heldur reynslufá- tækt, sem stríðsárin fyrri höfðu í för með sér og það þjóðfélagsástand sem fylgdi í kjölfarið. Menning kom að hans mati að litlu haldi ef hún kom ekki lengur heim og saman við lifaða reynslu. Þeirri nýju villimennsku sem gengin var í garð var ekki best mætt með því að halda í form sem einhvern tíma höfðu haft framsæknu hlutverki að gegna, heldur með því að byrja upp á nýtt frá grunni, þreifa fyrir sér með ný form og notast oft við einfaldari efnivið. Meðal þeirra sem Benjamin taldi að hefði vel lánast að miða starf sitt við þessar nýju kringumstæður voru Brecht, málarinn Paul Klee, arkitektinn Adolf Loos og rithöfundurinn Paul Scheerbart. Gagnrýnandanum ætlaði Benjamin það hlutverk að vera „hernaðarfræðing- ur í bókmenntastríðinu". Litlu áður en lögð voru drög að því í Sovétríkjum Stalíns að galvanísera menningararfinn með kenningunni um félagslegt raunsæi og fasistar í Þýskalandi boðuðu tign mannsins í nýjum „meistaraverkum", vann Benjamin að því að umbylta því „framleiðslutæki" sem hann hafði fengið í arf, 461
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.