Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 57
Latneskur andi og leyndardómsfullar sem nóttin, en óskhyggjan gerir þær þó stundum trylltar. Hvernig í ósköpunum geta þá suðrænar konur verið lauslátar í hugarheimi norrænna þjóða? Kannski stafar hugarfestan hjá suðrænum þjóðum af því að á hlýjum jarðsvæðum er staðviðrasamara en á norðurslóðum, náttúran klæðist hvorki vetrar- né sumarskrúða heldur fækkar hún örlítið fötum eftir árstímum. Fólk getur því hugsað og stundað mannfagnaði undir berum himni án þess að ræða einvörðungu um veðrið. Hver sem er getur hugsað að vild bæði innan og utan húss allt árið, nema kannski meðan sumarhitinn er mestur. En þá hugsar fólk eða hittist gjarna úti í görðum, í forsælunni. Neró keisari var líklega fyrstur latneskra höfðingja sem skipulagði garða til að veita líkama og sál mannsins unað. Garðar Nerós virðast hafa verið svipaðir þeim görðum sem nú eru nefndir enskir garðar. Náttúran var ekki beitt valdi. Um þessar mundir var hinn arabíski garður farinn að hafa örlítil áhrif á vesturlönd. Eins og flestir vita er hinn arabíski garður oft ofinn í teppi, en sjálfur er hann eftirlíking af hugmyndum araba um það hvernig paradís er. Vatnið í garðinum sem skiptir höfuðmáli syngur og ómar meðal runnanna á sama hátt og herskarar sálnanna syngja á himnum. Vegna austrænna áhrifa lét Neró smíða vatnsorgel og jók keisarinn með vél þessari óm vatnsins. En með því að austrænar þjóðir geta ekki sífellt dvalið í vininni í eyðimörkinni, þá vefa þær mynstur garða sinna í teppi og sitja eyðimerkurbúar þá á sandauðninni í teppalögðum tjöldum í líkingu við fegurstu paradís. Vefnaðurinn er guðlegs eðlis. Eftir árið 70 fór Vespesíanus keisari að skipuleggja garða eða náttúru við hæfi menntaðs fólks og valdamanna. Onnur náttúra, hin ósnortna, var fyrir almenning og lýðinn. A miðöldum hræddust menn hina ósnortnu náttúru sem helvítisverk. Hún leiddi huga mannsins frá guðshugsun. Petrarca segir svo iðrandi að hann hafi dirfst að klífa fjall ásamt bróður sínum, þegar hann var 32 ára, árið 1335, en hann ákvað að láta anda skáldskaparins aldrei framar leiða sig í slíkar forvitnisgöngur, þegar hann las í Játningum Ágústínusar kirkjuföður fordæmingu á slíku flani út í náttúruna. Agústínus segir svo: „Menn ana áfram til að dást ofan af fjallstoppum að jörðinni, öldum sjávar og hinum breiðu árósum, hafstraumum og byltingum himinhnattanna, en glata sál sinni.“ Þannig voru jörðin og náttúran fordæmdar á kostnað andans. Kristn- um manni bar að horfa inn í sinn sálarreit og rækta sinn garð. 423
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.