Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 100
Tímarit Máls og menningar móthverfur, sem stuðluðu að frjósamari víxlverkun á farsælli tímabilum, orðnar að óleysanlegum andstæðum. Þannig rofna tengslin milli vísinda og fagurbókmennta, gagnrýni og framleiðslu, menntunar og stjórnmála á tætingslegan og ruglingslegan hátt. Dagblaðið er vettvangur þessarar bók- menntalegu ringulreiðar. Innihald þess er „efni“, sem ekki fylgir öðru skipulagi en því sem óþreyja lesandans heimtar. Þetta er ekki bara óþreyja stjórnmálamannsins, sem sækist eftir upplýsingum, eða fjármálamannsins, á höttunum eftir vísbendingu um fjárfestingu, heldur líka þess utangarðs- fólks, sem telur sig hafa rétt til að taka til máls um hagsmuni sína. Þar eð ekkert bindur lesandann við blað sitt eins sterkum böndum og þessi óþreyja eftir nýrri daglegri næringu, hafa ritstjórnirnar fyrir löngu fært sér þetta í nyt og bjóða honum sífellt fleiri dálka fyrir spurningar, skoðanir og andóf. Handahófsleg staðreyndasöfnun helst sem sagt í hendur við álíka tilviljunarkennda söfnun lesenda, sem um leið fara að líta á sig sem þátttakendur. I þessu felst hins vegar díalektískur þáttur: hnignun bók- menntanna í borgaralegri blaðaútgáfu reynist vera uppskriftin að endur- reisn þeirra í hinni sovét-rússnesku. Um leið og bókmenntirnar vinna upp í breidd það sem þær tapa í dýpt, hverfur í sovéskri blaðaútgáfu sá greinar- munur milli höfundar og lesenda sem borgaraleg blaðaútgáfa heldur fast í af gömlum vana. Lesandinn er jú hvenær sem er reiðubúinn til að verða höfundur, hvort sem hann segir frá eða fyrir verkum. Hann öðlast sem sérfræðingur, ekki í ákveðnu fagi, heldur í krafti starfsreynslu sinnar, rétt til höfundartitils. Vinnunni sjálfri er léð rödd. Hluti af hæfileikum manns til að vinna ákveðið verk er að geta lýst því í orðum. Nú byggist rétturinn til bókmenntalegrar tjáningar fremur á fjöltæknilegri þjálfun en bók- menntalegri sérhæfingu: hann er því allra eign. Það er m. ö. o. bók- menntatjáning lífsafstæðnanna sem sigrast á annars ósættanlegum andstæð- um, og það er á vettvangi taumlausrar niðurlægingar orðsins — þ. e. a. s. í dagblaðinu — sem lögð eru drög að björgun þess.“ Eg vona að ég hafi með þessu sýnt fram á að ef skoða á höfundinn sem framleiðanda þá verður að taka mið af dagblaðaútgáfunni. Enda má sjá á dagblaðaútgáfunni, a. m. k. þeirri sovétrússnesku, að umbyltingin stór- kostlega, sem ég talaði um áðan, lætur sér ekki nægja að varpa fyrir borð hefðbundnum greinarmun á bókmenntategundum, á rithöfundi og skáldi, á vísindamanni og uppfræðara, heldur grefur hún meira að segja undan þeim vegg sem er á milli höfundar og lesanda. Dagblaðaútgáfan er besti mælikvarðinn á þessa þróun, og þess vegna hlýtur athyglin að beinast að henni þegar litið er á höfundinn sem framleiðanda. Það er hins vegar ekki hægt að láta hér staðar numið. Enda er dagblaðið í 466
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.