Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 81
Bókmenntagagnrýni dagbladanna hefur komið undanfarin ár — og er þó af nógu að taka!! Má ég segja frá eigin reynslu: er ég reyndi að lesa þessa bók í annað sinn varð mér illt! Það fylgir engin úttekt á þessum ósköpum, hvað þá að tekin séu dæmi úr sögunni og hefði þó ekki veitt af að undirbyggja svona stóryrði. Slík gagnrýni hefði að mínu mati betur verið óskrifuð. Svo ég noti lokaorð Illuga í ritdómnum: „Það eru nefnilega takmörk fyrir því hvað bjóða má lesendum upp á.“ Eftirtektarvert er að hvorki ritdómararnir þrír sem deila svo hart á Haustid er rautt, né raunar hinir tveir, velta fyrir sér hvernig höfundur heldur á þeirri stöðu sögumanns sem hann virðist ætla sögunni, þ. e. sögu- manns sem „ekki veit“, sem er ruglaður í ríminu og hefur ekki stjórn á atburðarásinni. Myndi maður þó halda að slíkt lægi gagnrýnanda nær en að deila á höfund fyrir að gera ekki eitthvað sem hann vísvitandi er að forðast. Kannski var það þessi vanræksla ritdómaranna sem rak Olaf Jónsson til að ræða þetta atriði í ritdómi um aðra bók (DV 5. jan. 1982). Hann kemst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir allt hafi höfundur bókarinnar Haustiö er rautt „bæði yfirsýn og vald á veruleika sögunnar, að tjá hann og túlka fyrir lesendum eins og honum þykir henta. En þannig séð verður líka einfeldni sögunnar hennar mesta mein.“ Raunar er það almennt svo með þessa ritdóma, eins og þá sem ég ræddi fyrr, að gagnrýnendur sinna afar lítið frásagnartækni og byggingu verksins. Orð eins og „lipur penni“ (Jóhanna), „virðist geta sagt frá á nokkuð lifandi hátt“ (Jón Viðar), „á sýnilega létt með að lýsa fólki“ (Illugi) og „iðar stíllinn af smellnum samlíkingum og háði en verður þó stundum heldur tilþrifalítill" (Örnólfur), segja ósköp lítið án frekari umræðu og dæma. Rannveig leggur megináherslu á lesendabréfin í sínum skrifum og ræðir þau ítarlega— þó svo hún taki fram að þau stríði gegn sínum smekk, og finnst mér það mega vera fordæmi um að koma hreint fram við lesandann. En önnur atriði er frásagnartæknina varða ræðir hún ekki. Örnólfur gengur lengst í þeim efnum. Hann ræðir fyrst hvernig verkið sé bæði í andstöðu við minninga- bækur hins íslenska markaðar og við hina nýraunsæju skáldsögu. Hann fjallar um lesendabréfin og sérstæða persónusköpun og minnist á hvernig höfundur leikur sér að tíma og söguþræði. / sama klefa Hið almenna sinnuleysi gagnvart þeim þáttum skáldverka sem illa rúmast í endursögn þeirra og ég hef rætt að framan fékk mig til að athuga viðbrögð- in við þeirri skáldsögu frá í fyrra sem auk bókar Kristjáns sýndi hvað nýstárlegasta formgerð, en er eftir reyndari og þekktari höfund: / sama klefa eftir Jakobínu Sigurðardóttur. 447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.