Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 82
Tímarit Mdls og menningar Heimir Pálsson (Helgarp. 4. des.) hefur ritdóm sinn með því að ræða feril höfundar, tala um einkenni fyrri bóka hans, og hef ég áður látið í ljós þá skoðun mína að slíkt sé þarft og jákvætt í gagnrýni (Heimir og Olafur Jónsson eru þeir einu sem skoða bókina í þessu samhengi). Heimir tekur síðan fram að þessi bók sé hinum fyrri ólík og „jafnframt ólík því sem skrifað er um þessar mundir . . .“ En þar með dettur botninn úr. Lesandi fær alls ekki að vita hvað það er sem Heimir álítur svona sérstakt við þetta verk. Hann talar um hversu hljóðlátt og tíðindalítið það sé og ræðir sam- skipti kvennanna tveggja, en þetta ágrip hans gæti allt eins verið lýsing á einkar hefðbundinni sögu. Undir lokin minnist hann á „vanda rithöfundar- ins sem hefur fengið skáldalaun“ sem þátt í sögunni, en tekur ekki fram hvernig hann tengist henni. Ritdómur Illuga Jökulssonar (Tíminn 15. nóv.) segir álíka mikið um sér- kenni þessa verks. Meirihluti þeirrar greinar er endursögn, en í síðasta hluta ritdómsins talar hann um að það séu „hin listrænu tök Jakobínu Sig- urðardóttur á efni sínu“ sem valdi því hversu ógleymanleg Salóme verði og að „tónn sögunnar“ sé „næstum undarlega lágur“, þrátt fyrir innskot sögu- manns. „Og skemmst frá að segja hæfir þessi aðferð bæði Jakobínu og Salóme öldungis frábærlega . . .“ Nú getur lesandi bara spurt: Hvaða að- ferð? Það er ekki „aðferð" bókar að tónn hennar sé lágur, slíkt er eiginleiki sem getur hlotist af einhverri aðferð. Um aðferðina sjálfa hefur lesandi ekkert fengið að vita. I ritdómi í Alþýðublaðinu (12. des.) virðist sem Þráinn Hallgrímsson falli að einu leyti í sömu gildru og Jón Viðar í fyrrnefndum ritdómi. I þessari sögu er sögumaður líka rithöfundur og þó Jakobína sé auðvitað einnig að velta fyrir sér eigin rithöfundarvanda, má ekki ætla að sögumaður hennar sé beinlínis sjálfsævisögulegur: „Góða bókin sem Jakobína ætlaði að skrifa varð aldrei til, því að í miðjum klíðum dó hún Sala ..." Líklega er þetta ástæðan fyrir þeirri vanhugsuðu fullyrðingu gagnrýnandans að fyrstu síður bókarinnar séu „greinilega helgaðar baráttu rithöfunda fyrir mann- sæmandi launum . . .“ — „Blóðskömm og sifjaspell" segir Þráinn vera „afar vandmeðfarið efni“ sem Jakobína fjalli um í þessari bók, en ég get alls ekki fundið nein merki þess arna í verkinu. Hér hefur einhver misskilningur stýrt pennanum. Þráinn gerir ágætlega grein fyrir samskiptum kvennanna, en ef frá er talinn sá „rammi“ sem hann sér í „launakröfum rithöfunda", gerir hann enga úttekt á byggingu verksins og efnistökum höfundar. Það gerir Jóhanna Kristjónsdóttir ekki heldur (Mbl. 28. nóv.). „Það sem gerist í stílnum“ finnst henni höfuðatriði varðandi þessa bók, það sé „í raun og veru ekki það sem Salóme Kjartansdóttir segir og hvað hún hefur upplifað sem skiptir megin- 448
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.