Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar eins og „þruma úr heiðskíru lofti“ og virðast hreinlega miðaðar við fullkomna trúgirni lesenda. Um leið og lesandi væri farinn að trúa slíkum órökstuddum fullyrðingum, væri hann orðinn háður skoðunum sem hann veit þó kannski alls ekki hverjar eru. — Olafur Jónsson segir réttilega í fyrrnefndri grein sinni „Um gagnrýni" að gagnrýnanda sé „nauðsyn að trúa á réttmæti skoðana sinna“. En við þetta verður að bæta að honum er einnig nauðsyn að gera lesandanum ljóst hverjar þessar skoðanir séu og á hverju þær byggist. Dæmi um misbrest á slíku er að finna að ofan, en ég ákvað að líta einnig á ritdóma um bók sem hefur að geyma mjög augljósar skoðanir höfundar síns: Punktur punktur komma strik eftir Pétur Gunnarsson. Og staðreynd- in er að afstaða ritdómara til þeirra skoðana sem svo hreinskilnislega (og glettnislega, sem minnkar ekki hreinskilnina) koma fram í þessu verki er afar óljós. Ég tek sem dæmi ritdóm sem ég tel gera bókinni að mörgu leyti góð skil og er eftir Gunnar Stefánsson (Tíminn 19. nóv. 1976). Gunnar minnist á gagnrýn þjóðfélagsviðhorf höfundar og bendir á að sjónarmið hans, söguskoðun hans, falli „í einn farveg með hinum ljóslifandi og fyndnu frásögnum.“ En síðan hefur ritdómari þá athugasemd að „sumar staðhæfingar höfundar um auðvaldið verði þungar í skauti í svona bók.“ Lesandi fær ekki að vita hvaða staðhæfingar þetta séu og þá að sjálfsögðu ekki að hvaða leyti ritdómarinn er ósammála þeim (og af hverju segir hann „í svona bók“?). Hvers vegna gat hann ekki greint í stuttu máli frá skoðanamun höfundar og sjálfs sín? En það er eins og gagnrýnandinn vilji á þessu andartaki draga sjálfan sig út úr ritdómnum og skilja þar eftir fullyrðingu sem lesendur verða einfaldlega að trúa. „ Yfirvaldið “ Ég tel að aukin persónuleg gagnrýni sé heillavænlegasti kosturinn til að útrýma því gervi sem ritdómarar eiga til að bregða sér í og ég hef kallað „yfirvaldið“. Það er slæleg gagnrýni (ef það þá flokkast undir gagnrýni) að afgreiða verk með fullyrðingum einum saman. Mig langar í þessu sambandi að vitna í annan ritdóm um Punktur punktur komma strik; hann er eftir Jóhann Hjálmarsson (Mbl. 23. nóv. 1976) og þar segir m. a. svo: Ef tala á um veikleika Péturs Gunnarssonar í sagnagerð er það helst að hann lætur skoðanir sínar of opinskátt uppi. Honum virðist í mun að skrifa fyrir ákveðinn hóp manna (sína kynslóð líklega) og þessi hópur vill fá eitthvað krassandi um þá ógæfusömu menn sem veljast til að stjórna þessu landi okkar. Einnig þarf að gera sem mest úr valdinu sem angrar hina frjálsbornu kynslóð sem nú býr við hvað mesta velferð sem þekkist. 452
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.