Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar Sovétríkjunum og hitti ekki leikflokkinn fyrr en nokkrum vikum síðar í Fíladelfíu. Ég varð bæði undrandi og hryggur þegar ég sá að leikurinn var nú ekki nema svipur hjá sjón. Og það var tilgangslaust að áfellast leikarana, því að þeir gerðu auðsæilega sitt besta. Það voru áhorfendurnir og sam- bandið við þá sem hafði breyst. I Fíladelfíu skildu áhorfendur vissulega ensku, en þeir höfðu engan sérstakan áhuga á leikritinu og höfðu augljós- lega flestir farið í leikhúsið af annarskonar ástæðum, til að sýna sig og sjá aðra, af því að makinn hafði nuddað þeim til þess o. s. frv. Vafalaust hefði verið hægt að leika Lé konung á einhvern hátt sem höfðaði til þessara áhorfenda, en það gerðum við ekki. Harðneskjulegt yfirbragð sýningarinn- ar átti engan veginn við hér og ég fann til sektarkenndar þegar ég horfði á fólk geispa undir henni. Hefði ég sett leikritið á svið með þessa áhorfendur í huga hefði ég lagt áherslurnar á allt annan veg án þess að slaka á listrænum kröfum. Osjálfrátt brugðust leikararnir á sinn hátt við þessum nýju aðstæðum. Þeir tóku að ýkja allt það í leikritinu sem var vænlegt til að halda athygli áhorfandans — ofléku hvert atriði þar sem örlaði á spennu og öll dramatísk átök. Leikur þeirra varð hávær og grófgerður og auðvitað varð ekkert úr þeim fíngerðu atriðum sem mesta hrifningu vöktu hjá þeim áhorfendum sem ekki skildu ensku enda þótt aðeins enskumælandi áhorf- endur gætu metið þau til fulls. En hættur sem þessar bíða allra leikflokka sem fara í langar leikferðir með sýningar sínar. Þeir leika við aðstæður mjög ólíkar þeim sem sýningin miðaðist upphaflega við og þess vegna er alls ekki víst að þeir komist inn á sömu bylgjulengd og áhorfendurnir. Farandleikhópar fyrri tíma voru undir slík umskipti búnir og gátu auðveldlega lagað sig að nýjum aðstæð- um; nútímaleiksýningar eru umbúðameiri og ósveigjanlegri en svo að hægt sé að breyta þeim eftir vild. Þegar Konunglega Shakespeare-leikhúsið vann í hópvinnu leikritið „US“, nokkurs konar leikræna uppákomu um hernað Bandaríkjamanna í Víetnam, ákváðum við að fara ekki í neinar leikferðir með sýninguna. Við undirbúning hennar hafði ekki verið unnið eftir neinu tilbúnu handriti eða höfundarverki en tekið mið af venjulegum áhorfend- um sem sóttu Aldwych-leikhúsið árið 1966. Við höfðum því alveg óbundn- ar hendur til að koma til móts við ákveðinn áhorfendahóp og af því við þekktum hugsunarhátt hans og verðmætamat gátum við náð sambandi við hann. En jafnvel eftir því sem sýningin gekk lengur og fleiri sáu hana var eins og eitthvað mikilsvert glataðist. Sýningin fór inn á hina venjulegu verkefnaskrá leikhússins og gekk í alls fimm mánuði. Verkefnaskráin krefst endurtekningar og ekkert verður endurtekið nema form þess sé fastmótað, auk þess sem reglur bresku ritskoðunarinnar banna leikurum að spinna og endurbæta að frumsýningu afstaðinni. í þessu tilviki var eins og ferskleiki 384
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.