Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 97
Höfundurinn sem framleiðandi kannski við hana sem spurninguna um sjálfræði skáldsins: frelsi hans til að yrkja það sem honum sýnist. Þið viljið ekki veita honum þetta sjálfræði. Þið teljið að þjóðfélagsástandið nú á tímum neyði hann til að ákveða í hvers þágu hann vinnur verk sitt. Borgaralegur afþreyingarrithöfundur viður- kennir ekki að hann þurfi að velja. Þið sýnið honum fram á að hann vinni í þágu ákveðinna stéttahagsmuna, án þess að vilja viðurkenna það. Framsæk- inn rithöfundur sættir sig við að þurfa að velja. Afstaða hans ræðst af stéttabaráttunni, með því að hann snýst á sveif með verkalýðnum. Þar með er sjálfræði hans úr sögunni. Hann reynir að vinna stéttabaráttu verkalýðs- ins gagn. Venjulega er sagt að hann fylgi ákveðinni hneigð. Þar hafið þið lykilorðið að langri deilu sem þið þekkið vel. Þið þekkið hana og vitið því hversu ófrjó hún hefur verið. Hún hefur nefnilega aldrei þróast lengra en á hvimleitt annarsvegar-hinsvegar-stig. Annarsvegar er krafist réttrar hneigðar í verkum skáldsins, hinsvegar er réttmætt að búast við gæðum. Þessi framsetning er vitaskuld ófullnægjandi nema við gerum okkur ljóst hvernig tengslum er háttað milli þáttanna tveggja, hneigðar og gæða. Það er auðvitað hægt að ákveða hvernig þessi tengsl eigi að vera. Segja má: verk með rétta hneigð þarf ekki að vera gott að öðru leyti. Ennfremur má ákveða að verk með réttri hneigð þurfi nauðsynlega að vera öllum öðrum kostum búið. Þessi síðari skilgreining er forvitnileg, það sem meira er: hún er rétt. Eg geri hana að minni. En um leið neita ég að hún sé eingöngu ákvörðunar- atriði. Þessa fullyrðingu þarf að sanna. Og ég bið ykkur að hlusta meðan ég reyni það. — Þið kynnuð að hreyfa þeim mótbárum að þetta sé ansi sérhæft og fjarlægt efni. Og þykist þú ætla að leggja eitthvað til rannsókna á fasisma með könnun af þessu tagi? — Raunar er það ætlun mín. Því ég vonast til að geta sýnt ykkur fram á að hugtakið hneigð er gjörsamlega ónothæft tæki í pólitískri bókmenntagagnrýni eins yfirborðslega og það er notað í fyrrnefndri deilu. Mig langar til að sýna ykkur fram á að hneigð skáldskapar er einungis rétt út frá pólitísku sjónarmiði ef hún er það líka út frá bókmenntalegu sjónarmiði. Þ. e. a. s. hneigð sem er pólitískt rétt felur í sér bókmenntalega hneigð. Og það er rétt að bæta því strax við, að í þessari bókmenntalegu hneigð, sem leynt eða ljóst felst í réttri pólitískri hneigð, — í henni og engu öðru eru gæði verksins fólgin. Astxðan fyrir því að bókmenntaleg gæði felast í réttri pólitískri hneigð verksins er sem sagt sú að hún hefur að geyma bókmenntalega hneigð þess. Eg vona að mér takist að skýra þessa fullyrðingu betur hér á eftir. Á þessu stigi málsins vil ég aðeins skjóta því að, að ég hefði fullt eins getað valið athugun minni annað upphaf. Ég lagði í upphafi út af deilunni ófrjóu um tengsl hneigðar og gæða í skáldskap. Ég hefði eins getað byrjað á eldri 463
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.