Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar
okkar tímum, þarsem litið var á börnin sem smávaxið fullorðið fólk, tók þó
alla vega tillit til þess, að börnin vilja láta taka sig alvarlega.“‘ (W. Benjamin,
Uber Kinder, Jugend und Erziehung, Frankfurt a.M. 1970).
Niðurstöðu þessa stutta sögulega innskots má orða á eftirfarandi hátt:
Sögulegar rætur þeirra uppeldissjónarmiða, sem gætir í hinu borgaralega
barnaleikhúsi samtímans, má rekja til rökhyggju upplýsingarinnar; á hinn
bóginn hefur gagnrýni hins borgaralega barnaleikhúss á „einsýni“ rökhyggj-
unnar aldrei náð að hefja sig yfir ákveðin rómantísk viðhorf. Sé eingöngu
tekið mið af svonefndri síðrómantík er jafnvel unnt að halda því fram að
fyrrnefnt barnaleikhús feli í sér ákveðna afturför með hliðsjón af viðhorf-
um rómantísku stefnunnar. Því til stuðnings má t. d. benda á síðari verk
þýska skáldsins E. T. A. Hoffmanns. I skrifum sínum um bernskuna
fjallaði Hoffmann m. a. um ýmiskonar sálrænar þrengingar og hrylling
þessa æviskeiðs sem mönnum hættir til að gleyma, og sýndi með skrifum
sínum að ýmsar af furðum bernskunnar eru í raun óhugnanlegar. Með
þessu móti losaði hann sig úr viðjum hins borgaralega viðhorfs til bernsk-
unnar og vakti jafnframt máls á ýmsu sem „sálkönnunin" átti eftir að
staðfesta með fræðilegum rökum tæpum hundrað árum síðar.
Það vaxandi sálfræðilega raunsæi sem finna má í rómantískum bernsku-
lýsingum allt frá hinum unga Tieck til Hoffmanns kippir að endingu
stoðunum undan heimspekilegu og skáldlegu grundvallarviðhorfi róman-
tísku stefnunnar sjálfrar (sjá: Horst Meixner, Romantischer Figuralismus.
Kritische Studien zu Romanen von Arnim, Eichendorff und Hoffmann,
Frankfurt a.M. 1971, bls. 187 o. áfr.).
ímyndunarafl og raunveruleiki
Hér að framan hefur verið reynt að sýna hvernig þeir sem standa að hinu
borgaralega barnaleikhúsi gera sig hvað eftir annað bera að því að slíta
hugtökin „ímyndunarafl" og „skáldskapur“ úr öllu félagslegu og sögulegu
samhengi. I framhaldi af þeim orðum langar mig að víkja að því hvernig
höfundarnir sjálfir réttlæta slíkt háttalag; eða m. ö. o. hvernig þeir sjálfir
skilja uppeldislegt hlutverk leikrita sinna.
Sú formúla sem hvað eftir annað heyrist í þessu sambandi hljóðar svo:
með uppeldinu verður að hafa örvandi áhrif á hugsun og ímyndunarafl
barna, auk þess sem þörf þeirra fyrir sjálfsprottnar (spontan) athafnir
1 „Und in diesem heut so gern beláchelten Rationalismus, der im Kinde den kleinen
Erwachsenen sah, ist jedenfalls dem Ernst als der Kindern gemássen Spháre sein
Recht geworden."
408