Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 84
Tímarit Máls og menningar sem deila má á, en lítt sinnt því sem lofsvert væri. Orsök þessa er einfald- lega sú að ég tel íslensku blaðagagnrýninni í geysimörgu ábótavant og að almennt sé meiri ástæða til að lasta hana en lofa. Ég hef auðvitað mína skoðun á gæðum einstakra ritdóma eins og aðrir, en þessi umfjöllun átti ekki að byggjast á gæðamati. Sumir þeirra sem telja gagnrýni mína of harkalega kunna að benda á að í einum blaðadómi rúmist vart djúptæk úttekt á skáldverki. Það er vissulega stór spurning hvað hægt sé að segja á slíkum vettvangi um verk sem kannski er flókið og margþætt. Svar við henni vefst enn frekar fyrir vegna hins mikla stærðarmunar á ritdómum, en þeir eru allt frá því að vera heil dagblaðssíða að stærð niður í u. þ. b. einn fimmta úr síðu. En mér segir svo hugur um að plássleysi sé ekki meginástæða fyrir grunnfærnum ritdómum, enda hygg ég flesta hafa lesið meðalstóra ritdóma sem þeir telja gera verkum hin ágætustu skil. Skyldu ekki vandvirknin og tíminn vera veiga- meiri þættir hvað þetta varðar? Það er óneitanlegá gríðarmikið vandaverk að gera sómasamlega úttekt á skáldverki í blaðadómi; þjappa þarf saman upplýsingum um sem flesta þætti verksins, en um leið gæta þess að textinn sé skýr og auðlesinn. Slíkt starf, sé það vel unnið, kostar tíma (þó ekki væri nema til að lesa verkið oftar en einu sinni, en ég hef grun um að það geri gagnrýnendur ekki alltaf). Þá er það spurningin hvort gagnrýnendur hafi þennan tíma, en að henni mun ég koma síðar. Ég leitaði alls ekki að þeim ritdómum frá síðasta jólabókaflóði, sem ég taldi slælegasta heldur valdi bækurnar fyrst19, og tel því ekki að þessir ritdómar séu almennt öðrum lakari. Gallinn sem hlaust af slíku vali er þó sá að ég hef ekki fjallað um eins marga gagnrýnendur og æskilegt væri; í tveimur tilfellum hefur m. a. s. sami gagnrýnandinn skrifað um allar þrjár bækurnar. Ég tel þó ekki að þeir gagnrýnendur sem fjallað er um skeri sig á neinn afgerandi hátt frá öðrum sem ekki koma við sögu. I framhaldi af þessari ritdómakönnun vil ég að lokum minnast á nokkur brýn meginatriði í sambandi við gagnrýnina og tengjast þau flest því sem rætt var í 2. kafla. Hvað hina einstöku annmarka varðar sem ég hef bent á í ritdómunum, þá talar sú umfjöllun fyrir sig sjálf. Dómar „úr heiðskíru lofti“ Rithöfundurinn og gagnrýnandinn Peter Schneider gerði á sínum tíma ítarlega könnun á ritdómum fimm þekktra gagnrýnenda um skáldsöguna Mein Name sei Gantenbein eftir Max Frisch. Hann kemst m. a. að þeirri niðurstöðu að dómar þeir sem gagnrýnendurnir fella um verkið komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti".201 ritdómunum sé ekkert áþreifanlegt að finna sem bregði ljósi á niðurstöðuna, og lesandinn sem ætlar að fræðast um 450
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.