Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 84
Tímarit Máls og menningar
sem deila má á, en lítt sinnt því sem lofsvert væri. Orsök þessa er einfald-
lega sú að ég tel íslensku blaðagagnrýninni í geysimörgu ábótavant og að
almennt sé meiri ástæða til að lasta hana en lofa. Ég hef auðvitað mína
skoðun á gæðum einstakra ritdóma eins og aðrir, en þessi umfjöllun átti
ekki að byggjast á gæðamati.
Sumir þeirra sem telja gagnrýni mína of harkalega kunna að benda á að í
einum blaðadómi rúmist vart djúptæk úttekt á skáldverki. Það er vissulega
stór spurning hvað hægt sé að segja á slíkum vettvangi um verk sem
kannski er flókið og margþætt. Svar við henni vefst enn frekar fyrir vegna
hins mikla stærðarmunar á ritdómum, en þeir eru allt frá því að vera heil
dagblaðssíða að stærð niður í u. þ. b. einn fimmta úr síðu. En mér segir svo
hugur um að plássleysi sé ekki meginástæða fyrir grunnfærnum ritdómum,
enda hygg ég flesta hafa lesið meðalstóra ritdóma sem þeir telja gera
verkum hin ágætustu skil. Skyldu ekki vandvirknin og tíminn vera veiga-
meiri þættir hvað þetta varðar? Það er óneitanlegá gríðarmikið vandaverk
að gera sómasamlega úttekt á skáldverki í blaðadómi; þjappa þarf saman
upplýsingum um sem flesta þætti verksins, en um leið gæta þess að textinn
sé skýr og auðlesinn. Slíkt starf, sé það vel unnið, kostar tíma (þó ekki væri
nema til að lesa verkið oftar en einu sinni, en ég hef grun um að það geri
gagnrýnendur ekki alltaf). Þá er það spurningin hvort gagnrýnendur hafi
þennan tíma, en að henni mun ég koma síðar.
Ég leitaði alls ekki að þeim ritdómum frá síðasta jólabókaflóði, sem ég
taldi slælegasta heldur valdi bækurnar fyrst19, og tel því ekki að þessir
ritdómar séu almennt öðrum lakari. Gallinn sem hlaust af slíku vali er þó sá
að ég hef ekki fjallað um eins marga gagnrýnendur og æskilegt væri; í
tveimur tilfellum hefur m. a. s. sami gagnrýnandinn skrifað um allar þrjár
bækurnar. Ég tel þó ekki að þeir gagnrýnendur sem fjallað er um skeri sig á
neinn afgerandi hátt frá öðrum sem ekki koma við sögu.
I framhaldi af þessari ritdómakönnun vil ég að lokum minnast á nokkur
brýn meginatriði í sambandi við gagnrýnina og tengjast þau flest því sem
rætt var í 2. kafla. Hvað hina einstöku annmarka varðar sem ég hef bent á í
ritdómunum, þá talar sú umfjöllun fyrir sig sjálf.
Dómar „úr heiðskíru lofti“
Rithöfundurinn og gagnrýnandinn Peter Schneider gerði á sínum tíma
ítarlega könnun á ritdómum fimm þekktra gagnrýnenda um skáldsöguna
Mein Name sei Gantenbein eftir Max Frisch. Hann kemst m. a. að þeirri
niðurstöðu að dómar þeir sem gagnrýnendurnir fella um verkið komi „eins
og þruma úr heiðskíru lofti".201 ritdómunum sé ekkert áþreifanlegt að finna
sem bregði ljósi á niðurstöðuna, og lesandinn sem ætlar að fræðast um
450