Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 37
Pilturinn sem fór útí heim Eða hina svonefndu leikþörf sem Schiller kallaði svo? Eða skyldi vera átt við þá þörf fyrir táknræna tjáningu sem setur sterkan svip á verk margra ex- pressíónista, — eða jafnvel þá meðvituðu víkkun stílsviðanna sem er ættuð úr herbúðum formalista? Eða eitthvað allt annað? En víkjum enn sem snöggvast að orðum Þórunnar í fyrrnefndri grein. Þar segir m. a.: Enn í dag eru menn nokkuð ósammála um þessi atriði hér á íslandi sem víðar, en þó má segja að þurrt upplýsingaleikhús, sem gerir litlar listrænar kröfur, en þeim mun meiri pólitískar, hefur aldrei náð verulegri fótfestu á Islandi, hvorki fyrir börn né fullorðna. Þareð höfundur tilgreinir engin dæmi máli sínu til stuðnings, er bersýni- lega verið að halda því að lesandanum með þessum orðum að leikhús, sem ætlar sér að vera hápólitískt sé jafnan dæmt til að stunda þurra upplýsinga- miðlun, gjörsneydda öllu listrænu gildi. Slíkur málflutningur er skilningn- um lítt til framdráttar. Þvert á móti ýtir hann undir ákveðna sleggjudóma, auk þess sem hann leiðir til þeirrar fásinnu að unnt sé að setja skörp skil milli forms og innihalds: En menn krefjast þess að barnaleikrit, engu síður en leikrit fyrir fullorðna, hafi eitthvað að segja sínum áhorfendum, boðskap, sem jafnframt skal framsettur af listrænum metnaði. Krafan um boðskap hefur ekki verið eina krafan sem sett hefur verið fram, heldur gera menn sér æ betur grein fyrir þýðingu hinnar listrænu upplifunar sem barn verður aðnjótandi í leikhúsi. Uppeldislegt hlutverk leikhússins er því ekki aðeins fólgið í því að benda þeim á staðreyndir um lífið og tilveruna, sýna þeim veruleikann og vandamál hans, heldur ekki síður að gefa börnum innsýn inn í heim listarinnar, með öllu sem því tilheyrir, tónlist, skáldskap, leiklist, myndlist. Þegar innihalds- laust rusl ryður sér stöðugt lengra inn í heim barnsins verður sá þáttur æ þýðingarmeiri. En um leið og menn hafna móralslausum hasarsýningum fyrir börn, hafna þeir einnig einfaldaðri og einstrengingslegri lífsmynd, sem stundum sést í nýlegum barnaleikritum, framsett án skáldlegs neista. Krafan er því, að barnaleikrit innihaldi ekki aðeins manneskjulegan og skynsam- legan boðskap, heldur einnig skáldskap. 1. Hvað eftir annað er hamrað á því, að form og innihald séu tveir aðskildir þættir. Þetta sjónarmið felur í sér þann misskilning sem ég nefndi í upphafi, misskilning hins „hvimleiða annarsvegar-hinsvegar“, einsog Walt- er Benjamin kemst að orði í grein sinni „Höfundurinn sem framleiðandi“. Mér er það sérstakt ánægjuefni að geta vísað til íslenskrar þýðingar þeirrar greinar, sem jafnframt er að finna í þessu hefti Tímaritsins. Hér er m. ö. o. um að ræða skilningsleysi gagnvart því sambandi forms og innihalds, sem Brecht orðaði svo snilldarlega í greinum sínum um 403
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.