Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 111
Höfundurinn sem framleiðandi
9. Alfred Döblin (1878—1957) var þýskur skáldsagnahöfundur. Höfuðverk hans
var Berlin Alexanderplatz (1929), sem hann skrifaði undir áhrifum frá James
Joyce og John Dos Passos.
10. I stað næstu setningar var upphaflega eftirfarandi málsgrein, sem Benjamin
strikaði út í handriti: „Eða svo við vitnum í Trotskí: „Þegar upplýstir friðar-
sinnar taka sér fyrir hendur að útrýma stríðinu með rökvísum málflutningi,
koma þeir hlægilega fyrir sjónir. Þegar vopnaður fjöldinn byrjar hins vegar að
beita rökum skynseminnar gegn stríðinu, þá þýðir það endalok stríðsins." “
11. „Tilraunir" („Versuche") Brechts hafa að geyma ýmsar ritgerða hans um skáld-
skapar- og leikhúsfræði auk skáldskapar.
12. Benjamin taldi Dadaismann að ýmsu leyti forboða þeirra breytinga sem aukin
notkun fjölföldunartækni við listframleiðslu fól í sér. Við þessi umskipti hvarf
að mati hans það sem hann nefndi „áru“ hins hefðbundna listaverks, m. ö. o.
„einstakt“ og „ósvikið“ eðli þess. Sjá „Listaverkið á tíma fjöldaframleiðslu sinn-
ar“, bls. 58.
13. John Heartfield (Helmut Herzfelde, 1891 — 1968) var brautryðjandi í pólitískri
„photomontage" og veggspjaldagerð. Hann breytti nafni sínu árið 1914 til að
mótmæla þýskri þjóðrembu.
14. „Urræðið" („Die Massnahme“) var ritað á árunum 1929 — 30 og birtist í íslenskri
þýðingu Erlings E. Halldórssonar í TMM 31. árg. (1970), 3.-4. hefti, bls.
276—300, og hefur auk þess verið sett á svið hér á landi.
15. Hér vitnar Benjamin í sjálfan sig, en breytir þó textanum frá upphaflegri gerð.
Sjá Walter Benjamin: „Linke Melancholie. Zu Erich Kástners neuem Gedicht-
buch“ í Die Gesellschaft 8 (1931), 1. bindi, bls. 182.
16. Erich Kástner (f. 1899) mun þekktastur fyrir barnabækur sínar, svo sem Emil
og leynilögreglustrákana (1929), en skrifaði þó bækur fyrir fullorðna líka, bæði
sögur og Ijóð.
17. Skáldsögur eftir Goethe og Gottfried Keller sem lengi hefur verið hampað sem
„meistaraverkum“ í þýskri bókmenntasögu.
18. Georg Christoph Lichtenberg (1742 — 1799) komst á spjöld bókmenntasögunn-
ar fyrir afórisma sína sem Benjamin virðist hafa dáð mjög og orðið fyrir
áhrifum af, en hann var líka vísindamaður og á sínum tíma var skírður eftir
honum gígur einn á tunglinu í heiðursskyni fyrir vísindastörf hans.
19. Louis Aragon (1897—1966) var einn af upphafsmönnum surrealismans í Frakk-
landi. Bók hans Le paysan de Paris (1926) er talin hafa verið kveikjan að því
ólokna stórvirki sem Benjamin vann að síðasta áratug ævi sinnar og gekk undir
nafninu „Passagen-projekt".
477