Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 47
Pilturinn sem fór útí heim
stugga við ríkjandi samfélagsskipan, enda hefði slíkt leikhús að öðrum
kosti heldur lítið uppeldislegt gildi.
Barnaleikhús sem er sér meðvitað um þá ábyrgð sem fylgir uppeldishlut-
verki slíkrar stofnunar verður að taka tillit til þess að móttökuhæfni barna
er ólík á hinum ýmsu aldursstigum, auk þess sem slíkt leikhús verður að
vera opið fyrir nýstárlegum verkbyggingarlegum (dramatúrgískum) sjónar-
miðum.
Það er semsé ekki höfuðvandamálið í slíku leikhúsi hvort menn eigi
frekar að nota verkbyggingu (dramatúrgíu) „rauða þráðarins" eða leikrits,
sem samanstendur af stuttum smellnum atriðum sem víxla má á ýmsa vegu.
Meginspurningin hlýtur að vera sú hvernig skuli takast á við raunveru-
leikann sjálfan.
Það er hrikaleg staðreynd að innihald og uppfærsla flestra þeirra leikrita
sem ætluð hafa verið börnum hafa ekki verið í neinum tengslum við líf
barnanna sjálfra. Með hliðsjón af algerri vanrækslu leikhússins að þessu
leyti hljótum við að krefjast þess að leiksýningar fyrir börn verði tengdar
raunverulegum lífsaðstæðum þeirra sjálfra, án þess þó að með þeim orðum
sé verið að heimta srhásmugulega eftiröpun raunveruleikans. Þótt áhersla
sé lögð á það að atburðarásin sé nákvæm og trúverðug og persónurnar
sannar, þá verður slíkt barnaleikhús að gæta þess að hafna ekki í því að elta
ólar við óveruleg smáatriði, auk þess sem slíkt leikhús má ekki binda sig
eingöngu við iýsingar á því sem er. Það nægir ekki að sýna hversvegna
ákveðnar manneskjur haga sér einsog raun ber vitni, heldur verður jafn-
framt að leiða börnunum fyrir sjónir að lífið í samfélaginu geti verið með
allt öðrum hætti, án þess þó að slíkar lýsingar taki mið af einhverskonar
draumórum. Ríkjandi samfélagsskipan býr ávallt sjálf yfir möguleikum
annars og betra samfélags. Það er hlutverk raunsæisleikhúss fyrir börn að
impra á ýmsum hlutum sem legið hafa í láginni og benda á það hvernig
mönnunum er unnt að lifa þannig lífi að þeir séu færir um að ganga upp-
réttir.
Ein þeirra aðferða sem er árangursrík í þessu skyni er að beina sköpunar-
gáfu og ímyndunarafli barnanna í þann farveg að þau beiti þessu tvennu til
að reyna að leysa ýmis vandamál til samræmis við sínar eigin þarfir. Auk
þess er nauðsynlegt að gera börnunum ljóst að þau verða að gefa ímyndun-
araflinu lausan tauminn víðar en í leikhúsinu. Það er ennfremur frum-
skilyrði alls pólitísks starfs að menn noti leikinn til að gera sér ljósa grein
fyrir þeim vandamálum sem við er að etja. Mennirnir verða að læra að nýta
og rækta þá leikhæfileika sem í þeim búa til annars en innantómrar dægra-
styttingar og flótta frá lífinu sjálfu.
Forsenda þess að áhorfendum verði þetta ljóst er sú, að þeir verði þess
413