Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 25
Dauða leikhúsið
Það hættulegasta í starfi atvinnugagnrýnandans er að hann þarf nánast
aldrei að ganga í gegnum eldraunir sem gætu breytt viðhorfum hans. Og
það er viðbúið að skorturinn á góðum leikritum verði til þess að áhugi hans
dvíni fyrr eða síðar. Á sviði kvikmyndanna er geysileg gróska, en leikhúsin
neyðast til að velja á milli gömlu góðu verkanna og nútímaleikrita sem
standa þeim fyrri langt að baki. Og nú nálgumst við nýja hlið á málinu:
vanda hins dauða rithöfundar.
Leikritahöfundurinn
Það er skelfilega erfitt að skrifa leikrit. Sjálft eðli leikritsins, dramans, krefst
þess að höfundurinn íklæðist anda gagnstæðra leikpersóna. Leikskáldið er
ekki dómari, heldur skapari. Jafnvel þótt frumraun hans snúist um viður-
eign aðeins tveggja persóna er hann nauðbeygður að lifa lífi þeirra beggja.
Það er ofurmannlegt að skipta sér þannig fullkomlega á milli gerólíkra
persóna — eins og Shakespeare og Tsjekov gerðu í öllum leikritum sínum.
Menn verða að vera gæddir einstökum hæfileikum, hæfileikum sem eru
e. t. v. ekki í samræmi við okkar tíma. Fyrstu tilraunir margra leikskálda
eru oft afar bágbornar og skýringin getur vel verið sú að samúð þeirra og
skilningur á mannlegum vandamálum hafi enn ekki náð fullum þroska; á
hinn bóginn er fátt tortryggilegra en lífsreyndir menntamenn sem búa til
persónur og afhjúpa síðan öll leyndarmál þeirra.
Franska uppreisnin gegn klassísku skáldsögunni beindist einkum gegn
hinum alvitra höfundi. En þessi hugsunarháttur hefur ekki enn náð til
franska leikhússins. Þar er það enn höfundurinn sem leikur einleik á fyrstu
æfingu, les og leikur öll hlutverk. Þarna er komin út í algerar öfgar sú hefð
sem virðist alls staðar ætla að heyja langdregið dauðastríð. Kannski hafa
rithöfundar djúpstæða þörf til að vinna verk sitt einangraðir. Það er
hugsanlegt að aðeins þá geti þeir fundið form þeim innri sýnum og átökum
sem þeir myndu aldrei tala um opinberlega. Við vitum ekki hvernig
Æskylos og Shakespeare skrifuðu verk sín. Við vitum það eitt að smám
saman hafa tengslin milli mannsins sem skrifar allt saman niður á blað
heima hjá sér og þeirra sem vinna við leiksviðið orðið æ slitróttari og
erfiðari. Bestu leikskáld Bretlands eru leikhúsmenn að uppruna; það er nóg
að nefna nöfn eins og Wesker, Arden, Osborne og Pinter sem eru allir leik-
stjórar og leikarar jafnframt því að vera höfundar — auk þess sem þeir hafa
jafnvel komið nálægt leikhússtjórn öðru hverju.
Engu að síður eru allt of fáir höfundar, hvort sem þeir eru leikarar eða
menntamenn, raunverulega innblásnir. Væri höfundurinn ekki sjálfur fórn-
arlamb gæti maður sagt að hann hefði brugðist leikhúsinu. I öllu falli
bregst höfundurinn með því að skjóta sér undan áskorun samtímans. Vita-
391