Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 119
tækninni, bæði með því að neysluvör-
urnar, sem verkafólk neytir, eru búnar
til með aðstoð véla og svo í og með því
að öll tækni hefur afgerandi áhrif á
vinnuaðstæður, félagslegt skipulag,
menntun o.s.frv. Hegel gamla var sér-
staklega í nöp við þá sem slitu hluta af
heild svona úr samhengi. Það er óheit-
anlega merkilegt að sumir áhangendur
díalektískrar efnishyggju skuli gera akk-
úrat þessa vitleysu.
Onnur gagnrýni á nýklassíska hag-
fræði gengur út frá athugun á fram-
leiðslunni og þeim erfiðleikum sem ný-
klassistar mæta þegar þeir reyna að nota
hugmyndir sínar um skipti á walrasísk-
um markaði til að lýsa efnahagsskipu-
lagi þar sem ekki er bara skipt á vörum
heldur þær líka framleiddar. Vandamál-
ið verður að ákveða hvað ráði skiptingu
þeirra verðmæta sem framleidd eru, þ.e.
hvernig á að útskýra gróðann. Gagn-
stætt því sem Birgir heldur fram hefur
nýklassísk hagfræði fræðilega mögu-
leika á að útskýra hvernig endurgjald
fyrir vinnuafl, jarðnæði og framleiðslu-
tæki sé ákvarðað á markaði þar sem
framleiðslan er skipulögð með neyslu
en ekki gróða að markmiði, þ.e. á
markaði þar sem framleiðslutækin eru
til sem vörur en eru ekki kapítal. Um
leið og við tökum með í reikninginn að
framleiðslan er fyrir gróða og að til þess
að jafnvægi skapist verði gróðahlutfallið
að vera jafnt í öllum greinum efnahags-
lífsins, þá verða markaðslíkön ný-
klassistanna ónothæf. Pað er ekki
lengur fræðilega mögulegt að ákvarða
launin út frá jaðarframlagi vinnuaflsins
og m.a.s. verðið á vörunum hættir að
vera bein afleiðing af framboði og eftir-
spurn og ræðst nú af tæknilegum að-
stæðum og tekjuskiptingunni umfram
flest annað. Þessi gagnrýni, sem er kom-
Umsagnir um bxkur
in frá hagfræðingum af hinum s.k. ný—
ríkardíanska skóla (Sraffa o.fl. sem Birg-
ir hefur með í heimildaskrá sinni), hefur
einnig beint spjótum sínum að gildis-
kenningu Marx, einkum þeirri einföldu
framsetningu á vinnugildiskenningunni
sem Birgir setur fram á bls. 56 og eignar
Ricardo svolítið ranglega.
Birgir fjallar lítið eða ekkert um þessi
atriði, en afstaða hans til þeirra atriða
sem hér skipta máli er vægt sagt þver-
stæðukennd. Þannig segir hann að
vandamálið sé að útskýra gróða „um-
fram vexti“ (bls. 57) en ekki gróða al-
mennt. En í jafnvægislíkönum af því
tagi sem hér eru til umræðu verða vextir
að vera jafnir gróðahlutfallinu í fram-
leiðslunni. Þannig gætu nýklassistar
fundið leið til að ákveða gróðahlutfallið
og þar með tekjuskiptinguna milli
verkafólks og kapítalista, ef þeir gætu
ákveðið vextina.
Það er fleira dularfullt í umfjöllun
Birgis um þessi mál. Hann fullyrðir t.d.
að frjálshyggjumenn hafi „með eftir-
minnilegum hætti sýnt fram á það, að
afleiðingar ófullkominnar samkeppni
eru undantekningarlaust minnkandi
hagkvæmni auðlindanýtingar". (bls. 62)
Þessi niðurstaða, sem reyndar er ekki
talin algild, ekki einu sinni meðal ný-
klassískra hagfræðinga, byggir á for-
sendum nýklassískrar hagfræði
varðandi jafnvægi og getu
markaðsskipulagsins til að nálgast jafn-
vægisstöðuna. Þetta er þannig eitt dæmi
af mörgum þar sem nýklassísk hagfræði
gægist fram í hugsun Birgis þegar mann
síst varir. Aðeins fjórum blaðsíðum
áður bendir hann nefnilega á að
„sívaxandi rekstrarhagkvæmni sé eitt
megineinkenni nútíma fyrirtækja“. En ef
svo er, þá eru flestar niðurstöður ný-
klassískrar hagfræði varðandi hag-
485