Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 128
Tímarit Máls og menningar Og þá ber að hafa það hugfast að á meðal okkar eru eldheitir stuðnings- menn erlendra stóriðjuhagsmuna sem gera gys að sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Jafnvel menn sem nefna sjálfa sig samviskusama marxista láta sig hafa það að hæðast að baráttunni gegn ágangi auðhringavaldsins. Rangfxrslur varðandi hugtök og fleira þess háttar Asgeir fullyrðir að ég skilgreini hug- takið Paretokjörstaða ranglega. Hann segir að skilgreining mín sé „þveröfug við það sem Pareto sagði“. Hér ruglar Asgeir saman skilgreiningum á Pareto- hagkvæmni og Paretokjörstöðu. Hann notar skilgreiningu á Paretohagkvæmni fyrir skilgreiningu á Paretokjörstöðu. Það er í sjálfu sér sorglegt fyrir hinn kokhrausta ritdómara að afhjúpa á þennan hátt vankunnáttu sína svo eftir- minnilega. En hann virðist heldur ekki vera sér meðvitaður um það að um- ræðan um velferðarhagfræðina í Frjáls- hyggjunni er miklu umfangsmeiri en sú sem hann telur að hefði átt að vera í bókinni. Eg vísa til kafla 2 í bókinni. Þetta bendir óneitanlega til þess, að hann hafi ekki talið nauðsynlegt að lesa bókina vandlega áður en hann ritaði gagnrýni sína. Asgeir fullyrðir ennfremur að ég skil- greini með röngum hætti hugtakið „lög- mál Says“. Eg veit ekki hvaða bækur menn lesa sem hafa haft þá áráttu að vilja kynna sér borgaralega hagfræði. En augljóst er að Asgeir hefur til heim- ildar hagfræðing sem þekkir ekki mun- inn á lögmáli Says og lögmáli Walras. Innan vissra hópa hagfræðinga hefur raunar verið reynt að gera sem minnst úr þessum mismun í vissum tilgangi, einkum meðal peningamagnshagfræð- inga. Eitt höfuðrit um sögu hagkenn- inga, Economic Theory in Retrospect (1964), eftir M. Blaug, staðfestir skil- greiningu mína á lögmáli Says (bls. 137) og sömuleiðis skilgreiningu mína á lög- máli Walras (bls 131). Um misskilning sömu tegundar og Asgeir gerir sig sekan um ræðir M. Blaug víða í bók sinni. Eg efast raunar ekki um að hvaða glöggur hagfræðingur sem er hefði getað bent Asgeiri á þennan misskilning fyrir birt- ingu ritdómsins og þannig forðað frá verstu villunum. Asgeir fullyrðir að skilgreining mín á samfelldu falli sé „bull“. Bók A. Takay- ama þykir vera með bestu heimildarrit- um um þetta efni og nefnist hún Mathe- matical Economics (1974). Skilgreining mín á samfelldu falli er staðfest í því riti (bls. 78 — 79). Asgeir virðist ekki kunna mikið fyrir sér í stærðfræði. Fyrir hann er þá kafli 4.6 í bók R. G. D. Allen, Mathematical Analysis for Economists (1972) aðgengilegur. En fyrir lesendur Frjálshyggjunnar almennt vil ég geta þess að deiluefni þetta snýst um það hvort skilgreining mín í neðanmálsgrein sé rétt eða röng. Ofangreind heimildar- rit staðfesta skilgreiningu mína, en hún var höfð í neðanmálsgrein vegna þess að hún breytti ekki miklu um meginefni umræðunnar þar. Enn sannast það á Asgeiri að vinnubrögð hans eru hvorki vönduð né málefnaleg og við hinir höf- um „engin efni á að fara í feluleik“ með þá staðreynd. Asgeir gerir lýsinguna á markaðs- hegðuninni og tilurð jafnvægis nokkuð lifandi, ef frá er skilinn allur ruglingur- inn með hugtökin Paretohagkvæmni, Paretokjörstaða, lögmál Says og lögmál Walras. En Asgeir virðist standa í þeirri trú, að nýklassísk hagfræði sé hagfræði ójafnvægis. Þetta vekur grunsemd um 494
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.