Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 123
hugrekkið að ráðast í útgáfu bókar af þessu tagi“, enda þótt Asgeir haldi því fram annars staðar, að bókin sé „hroð- virknislega hugsuð, hún er skrifuð á óskiljanlegu máli, hún er uppfull af rangfærslum um kenningar borgaralegra hagfræðinga" og annað eftir því. Mér er alls ekki ljóst fyrir hvað útgefendur eiga hrós skilið ef bókin er svona slæm. Það er góður siður hjá ritdómara að skýra frá aðalinntaki textans sem hann hefur til umfjöllunar, áður en gagnrýni er lögð fram. Þessi aðferð er almennt viðhöfð og Ragnar Árnason, hagfræð- ingur, beitti henni til dæmis í ritdómi sínum um Frjálshyggjuna í Þjóðviljan- um (2/4 1982). En Ásgeir gerir ekki slíka kröfu til sjálfs sín um vinnubrögð. Meginumsögn hans um bókina rúmast í svofelldum setningarhluta: „en þeir sem hafa háskólapróf í faginu og vita fyrir- fram um hvað bókin á að fjalla í stórum dráttum, þeir vita einnig að bókin er þvæla“ (leturbreyting BBS).Ásgeir segir ekki hvernig á að skrifa svona bók og gagnrýni hans myndar engan heildstæð- an ramma sem svarar þeirri spurningu. Ef til vill ljóstrar hann upp leynifor- múlunni seinna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson kom reyndar með svipaða gagnrýni í Morgunblaðinu (9/3 og 12/3 1982). Hann segir meðal annars: „Mesti gallinn á bók Birgis Björns er sá, að hún er alls ekki um það, sem hún á að vera um“. Hannes Hólmsteinn upplýsir okk- ur hins vegar um það hvernig hann fær þessa niðurstöðu. Hann heldur því fram að gagnrýni mín beinist ekki að frjáls- hyggjunni (sem hagfræði) heldur að byrjendabók Samuelssonar í þjóðhag- fræði og kenningunni um blandað hag- kerfi. Þess vegna kallar hann grein sína „Skotið fram hjá markinu“. Heiti greinarinnar lýsir best misskilningi Umsagnir um bœkur Hannesar Hólmsteins. Höfuðkaflar Frjálshyggjunnar fjalla alls ekki um neitt annað en forsendur og galla frjáls- hyggjuhagfræðinnar, þar sem ég geng í höfuðatriðum út frá nýklassískri jafn- vægishagfræði (án ríkisbúskapar að sjálfsögðu). I síðari köflum bókarinnar kanna ég svo afleiðingar þess, að í reynd eru margar grundvallarforsendur frjáls- hyggjunnar ekki til staðar. Ég skaut ekki framhjá markinu — því marki að afhjúpa galla frjálshyggjuhagfræðinnar — heldur framhjá því marki sem Hann- es Hólmsteinn gaf sér að ég ætlaði í að skjóta. Ég lýsti kynningu Ásgeirs á bókar- höfundi hér að ofan. Raunar eru miklu fleiri dylgjur í ritdómnum um persónu mína en taki að nefna. Líkt og Hannes Hólmsteinn sem segir mig styðjast við byrjendabók Samuelssonar gefur Ásgeir í skyn að heimildir mínar séu bágbornar og óvísindalegar. Hann segir mig til dæmis styðjast við „áróðursgreinar eftir Einar Olgeirsson" og „skoðun einhvers Levinssons", þegar hver sá sem les bókina sér að þetta er tilraun til að ófrægja vinnubrögð mín, þegar efnisrök fyrirfinnast ekki. 1 sama dúr heldur Hannes Hólmsteinn því fram að ég hafi ekki kynnt mér fjölda bóka sem hann tilgreinir sem mér ber að hafa lesið að hans mati. Ég hef kennt sumar af þess- um bókum við þjóðhagfræðideild Stokkhólmsháskóla um árabil og aðrar hef ég lesið mér til skemmtunar, en sumar af þessum bókum koma málinu raunar ekkert við. Og Hannes heldur persónustríði sínu áfram: „hann segist vera hagfræðingur /. . ./ en er reyndar viðskiptafræðingur". Eftir að hafa lokið viðskiptafræði og vera kominn undir lok doktorsnáms í þjóðhagfræði hygg ég að mér sé óhætt að kalla mig hag- 489
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.