Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 85
Bókmenntagagnrýni dagbláðanna
verkið verði umyrðalaust að trúa fyllyrðingum gagnrýnandans. Þarna tel
ég að sé kominn meginannmarki margra íslenskra blaðadóma. Eg hef að
framan sýnt fram á hvernig lesendur eru á einn eða annan hátt skildir eftir í
tómarúmi. Þeir fá að heyra að verk sé „gott“ eða „vont“, „stílhreint", „sann-
færandi“, „nýstárlegt" eða „áhrifamikið“; enginn hörgull er á fullyrðing-
um um kosti og galla. Lesandi fær semsé oftast svar við spurningunni
„Elvernig líkar þér bókin?“ En fari hann að spyrja „Hvers vegna?“ eða „ A
hvaða hátt?“ verður fátt um svör. Og stundum hirða gagnrýnendur svo lítt
um að rökstyðja mál sitt að ég held að hver maður hljóti að reka upp stór
augu. Til dæmis má taka ritdóm Erlendar Jónssonar um í borginni okkar
eftir Véstein Lúðvíksson (Mbl. 16. des. 1981). I upphafi ræðir hann um að
sögur bókarinnar eigi „rætur í raunveruleika en teygja sig upp í bláloft
ævintýrs, sveimhygli og staðleysu." Hér verður að finna að því að ritdómar-
inn segir síðan ekkert um tengslin milli raunveruleika og ævintýrs í
verkinu. Eftir að hafa drepið á efni nokkurra sagna og talað um ágæta
spretti í þeim, slær Erlendur nefnilega þennan botn í mál sitt:
En svo fer það saman að einhvers konar leikaraskapur grípur höfundinn og
stíllinn fer úr böndunum. Af því dreg ég þá ályktun að Vésteinn Lúðvíksson
standi nokkuð föstum fótum í raunsæinu en fatist í hugarfluginu.
Hvernig var þessi „ályktun“ dregin? Hver eru tengslin milli leikaraskapar og
stíls sem fer úr böndum annars vegar og þess að standa „föstum fótum í
raunsæinu“ hins vegar? Og hvað á gagnrýnandinn yfirleitt við með „raunsæi"
í þessu sambandi?
Kostir, gallar og smekkur. Persónuleg gagnrýni
Eitt af grundvallaratriðum í undirbyggingu skoðana og niðurstaðna er að
gagnrýnandinn geri sér grein fyrir hlutdeild síns persónulega smekks í
þeim. Þessu er oft ábótavant í ritdómum eins og að framan sést. Það reynist
stundum ómögulegt fyrir lesanda að greina hvort ritdómarinn er að dæma
eftir smekk sínum þegar hann er með aðfinnslur eða hvort hér eru á
ferðinni gallar sem hafnir eru yfir einstaklingsbundinn smekk. Til að um
hið síðara geti verið að ræða vantar iðulega rökstuðning, en hið fyrra
virðist hins vegar oft varla koma til greina þar sem afstaðan til verksins er
svo óljós. Af hverju skyldu gagnrýnendur vera svo feimnir við að greina
lesendum frá smekk sínum og skoðunum og því hvernig viðkomandi verk
falli að þeim? Slíkt hefði í för með sér að lesendur ættu mun auðveldara
með að átta sig á umfjöllun þeirra, því þegar ritdómarar gera ekki grein
fyrir persónulegri afstöðu sinni er erfitt fyrir lesanda að vita á hvaða
forsendu niðurstaða hans byggist. Ekki síst þegar niðurstöðurnar koma
451