Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 83
Bókmenntagagnrýni dagblaðanna máli, heldur hvernig höfundurinn kemur því til skila.“ Það sakar vissulega ekki að heyra að hann geri það svo „ljúflega og fallega, að hreinasta unun er að lesa“, en þegar umfjöllunin nær ekki út fyrir slíka gæðayfirlýsingu, gefur hún lesanda enga hugmynd um þessi sérstöku efnistök höfundar sem gagn- rýnandinn er þó að ýja að; og þann sem hefur lesið bókina fyrir hvetur hún ekki til neinnar frekari umhugsunar. Einungis tveir ritdómarar fjalla um sérstaka frásagnartækni og byggingu þessa verks og virðist það, vel að merkja, haldast í hendur við kunnáttu þeirra í að forðast endursögn efnisins án þess þó að það komi niður á upplýsingagildi ritdómsins fyrir þá sem ekki þekkja verkið. Arni Berg- mann (Þjóðv. 14—15. nóv.) ræðir um þann tvöfalda frásagnarramma sem í verkinu lykst um sjálfsmynd bóndakonunnar Salóme (rammarnir eru raunar þrír ef söguhöfundur er talinn með), og um glímu sögukonunnar „við sinn tíma sem og eilífðarvanda rithöfunda“, en af þessu markast ytri ramminn. Síðan talar Arni um nákvæmni í meðferð smáatriða og hvernig þau nái að skila miklum upplýsingum og persónulýsingum. Tiltekur Arni dæmi um þetta úr sögunni og er ástæða til að benda sérstaklega á það. Fremur fáir gagnrýnendur hirða nefnilega um að vitna í viðkomandi texta máli sínu til stuðnings og skýringar; þurfa dæmi þó alls ekki að taka mikið rými ef vel er staðið að vali þeirra. En slíkt val er ekki vandalaust. Varast þarf tilvitnanir sem láta textann segja eitthvað annað en hann gerði í upphaflegu samhengi sínu. Ljóðagagnrýnendur kannast við þann vanda er fylgir því að velja kvæði sem teljast mega einkennandi fyrir ljóðabókina í heild. Slíkt val er í raun engu vandaminna þegar fjallað er um prósa — en í báðum tilfellum geta vel valin dæmi hjálpað lesandanum til að byrja að móta sér sjálfstæða afstöðu til verksins. Olafur Jónsson (DV 12. des.) byrjar sinn ritdóm með því að sýna fram á andstæðu þessarar frásögu við uppbyggingu hefðbundinnar, „breiðrar" skáldsögu sem hugsanleg væri um sama efni. Hann kveður hina fáorðu frá- sögn fremur gefa efnið í skyn en segja það berum orðum, og hann minnist á hvernig sögukonan miðlar okkur frásögn Salóme „ásamt eigin viðbrögðum við henni og frásögn hennar.“ Síðar í ritdómnum bendir hann á að frásögnin sé „alla tíð vísvituð saga. Öðrum þræði fjallar hún um samband veruleika, lífsins sjálfs og skáldskaparins“, en enginn hinna gagnrýnendanna reynist taka þennan mikilvæga þátt sögunnar til umfjöllunar. 4. Yfirlit Að lokinni þessari athugun á ritdómunum get ég vart annað en kannast við að hafa verið neikvæður. Neikvæður í þeim skilningi að hafa tínt til margt TMM VI 449
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.