Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 15
Dauba leikhúsið Vagtangovs á Prinsessunni Turandot frá 1922 og sýningar Stanislavskýs sjálfs, varðveittar af óaðfinnanlegri ræktarsemi. — Þessar sýningar sem þóttu hrífandi nýjungar á sínum tíma höfðu aðeins sögulegt gildi í mínum augum. í leikhúsinu í Stratford þar sem við höfum áhyggjur af því að sýningar séu ekki leiknar nógu lengi og leikhúsið missi einhverjar tekjur af miðasölu tökum við næstum vísindalega á málinu. Þar höfum við orðið sammála um að ein sviðsetning geti lifað í hæsta lagi fimm ár. Þá eru ekki aðeins hárgreiðslur og föt farin að verka gamaldags heldur einnig ýmis fínleg atriði í samskiptum og hegðan persónanna sjálfra. Tímarnir breytast, leikarar og áhorfendur verða stöðugt fyrir nýjum áhrifum og ný leikrit, aðrar listir, fjölmiðlar og almennir viðburðir flytja með sér ný sannindi sem hafa í för með sér gagngerar breytingar á lífi og hugsun okkar allra. Einhver tískuhönnuður tekur upp hjá sér að nú sé öld stígvélanna runnin upp og fram hjá þeirri ákvörðun gengur enginn, allra síst í leikhúsi sem vill endurspegla mannlíf samtímans. I leikhúsinu er allt undirorpið látlausri endurskoðun og sú endurskoðun hlýtur að bera mark alls sem gerist í um- hverfi þess og hefur áhrif á daglegt líf fólks. Engu að síður er leikhúsið annað og meira en tískuhús, ofurselt duttl- ungum samtímans; sömu grundvallarþættirnir hafa stjórnað leikrænu athæfi frá örófi alda. Hins vegar geta menn vart gert verri mistök en að reyna að greina þessi eilífu sannindi frá breytingum yfirborðsins. Slík firra er iðulega undirrót dauðs leikhúss. andspænis þessum vanda standa menn oftast nær ráðþrota. Til dæmis er almennt viðurkennt að leikstjórum og leikmyndateiknurum sé frjálst, og reyndar skylt, að endurnýja leikmynd, búninga og tónlist. En þegar kemur að afstöðu og hegðun persónanna eru menn óákveðnari og hneigjast helst að því að þau atriði megi tjá á svipaðan hátt og alltaf áður, með algerri undirgefni við texta skáldsins. En hefðin verður alls ekki sökuð um að vera helsti þrándur í götu lifandi leikhúss. Dauðinn er alls staðar að verki: í skipan menningarmála, vana- bundnum hugmyndum okkar um listir, efnahagslegri stöðu þeirra, hlut leikarans, hlutverki gagnrýnandans. Og jafnvel í dauðu leikhúsi getur einstaka lífsneista brugðið fyrir sem yljar manni um hjartarætur stutta stund. Orsakir leikhússdauðans í New York er orsökina að dauða leikhúsanna örugglega að finna í efnahag þeirra. Ég er ekki að segja að allt sem er gert þar sé slæmt, en ef ekki er hægt að æfa sýningu lengur en í þrjár vikur af fjárhagslegum ástæðum er verr af stað farið en heima setið. Vissulega er ekki allt fengið með nægum tíma; auðvitað er ekki vonlaust að ná undraverðum árangri á þremur vikum. I 381
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.