Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 105
Höfundurinn sem framleiðandi tónleikum í pólitískan fund. Með kennsluleikritinu „Úrræðið“M tókst þeim Brecht og Eisler að sanna að með slíkri breytingu tekst að ná fram því besta í tónlistar- og bókmenntatækni. Lítum nú enn á ný á þá sambræðslu ólíkra bókmenntaforma sem áður var rætt um, og þá sjáið þið hvernig ljósmyndun og tónlist renna saman við þann seigfljótandi og rauðglóandi massa sem nýju formin verða steypt úr, og þið getið ykkur til um hvað fleira eigi eftir að bætast þar við. Þið fáið staðfestingu á því að aðeins tjáning lífsafstæðnanna í bókmenntum getur gefið rétta mynd af því hversu víðtæk þessi sambræðsla er, rétt eins og ástand stéttabaráttunnar ákvarðar það hitastig sem þarf til að bræðslan eigi sér stað, hversu langt sem hún kann að vera komin. Eg ræddi það hvernig vissir nútímaljósmyndarar fara að því að gera eymdina að neysluvöru. Um leið og ég sný mér að Nýju staðreynda- stefnunni sem bókmenntahreyfingu, ætla ég að stíga feti lengra og segja að hún hafi gert baráttuna gegn eymdinni að neysluvöru. I raun og veru var pólitísk þýðing hennar í mörgum tilfellum bundin við það að breyta bylt- ingarsinnuðum viðbrögðum, að svo miklu leyti sem þau komu fram hjá borgarastéttinni, í afþreyingar- og skemmtiefni sem auðveldlega smaug inn í kabarettrekstur stórborganna. Dæmigert fyrir þessar bókmenntir er að þær breyta pólitískri baráttu úr knýjandi þörf til að hefjast handa, í notalega íhugun, og gera framleiðslutæki að neysluvöru. Glöggskyggn gagnrýnandi15 lýsti þessu á eftirfarandi hátt og notaði Erich Kástner'6 sem dæmi: „Þetta vinstri sinnaða menntafólk á ekkert sameiginlegt með verka- lýðnum. Það ber öllu heldur merki borgaralegrar úrkynjunar, hliðstætt þeirri aðdáun sem liðþjálfa í varaliðinu var sýnd í keisaraveldinu vegna þess að hann var arfleifð úr lénsveldinu. Vinstriróttækir rithöfundar af sauðarhúsi Kástners, Mehrings eða Tucholskys eru gerviöreigar fyrir útjaskaða hluta borgarastéttarinnar. Pólitískt hlutverk þeirra er ekki að mynda flokka heldur bókmenntaklíkur, í bókmenntunum fylgja þeir ekki stefnum heldur tísku, efnahagslega eru þeir ekki framleiðendur heldur fulltrúar. Fulltrúar eða kerfisþrælar sem gera mikið úr fátækt sinni og slá upp veislu úr gapandi tóminu. Við óþægilegar aðstæður er ekki hægt að koma sér fyrir á þægilegri hátt.“ Þessi stefna gerði, eins og ég sagði, mikið úr fátækt sinni. Þar með losaði hún sig undan því sem mikilvægast er fyrir nútímarithöfund: að verða sér meðvitaður um fátækt sína og hversu fátækur hann verður að vera til að geta byrjað upp á nýtt. Sovéska ríkið vísar ekki skáldinu úr landi eins og hið platónska, heldur sér það því fyrir verkefnum — og þess vegna minntist ég á Plató hér í byrjun —, sem gera því ókleift að búa til ný meistaraverk til að halda sýningu á ríkidæmi hins skapandi persónuleika, 471
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.