Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 101
Höfundurinn sem framleiðandi Vestur-Evrópu enn engan veginn nothæft framleiðslutæki í höndum rithöf- undarins. Enn heyrir það auðmagninu til. Dagblaðið er í tæknilegu tilliti mikilvægasti vettvangur rithöfunda, en samt sem áður er það í óvinahönd- um. Því er ekki að undra þótt erfiðleikarnir hlaðist upp þegar rithöfundur- inn reynir að gera sér ljósa grein fyrir þjóðfélagslegum aðstæðum sínum, tækjabúnaði og pólitísku hlutverki. Ein mikilvægasta breytingin undanfar- inn áratug í Þýskalandi fólst í því að stór hópur af virku menntafólki skipti um skoðun. Vegna þjakandi efnahagsástands varð afstaða þess byltingar- sinnuð, án þess þó að það gæti skilið starf sitt, tengsl sín við framleiðslu- tækin eða eigin verktækni til hlítar á raunverulega byltingarsinnaðan hátt. Eins og þið sjáið á ég við svonefnt vinstrisinnað menntafólk og ætla að takmarka mig við vinstrisinna af borgaralegum uppruna. Ahrifamestu pólitísku og bókmenntalegu hreyfingar í Þýskalandi á síðasta áratug eiga sér uppruna hjá þessu vinstrisinnaða menntafólki. Eg nefni tvær þeirra, Aktív- ismann og Nýja staðreyndastefnu”, sem dæmi um að pólitísk hneigð, hversu byltingarsinnuð sem hún kann að vera, hefur gagnbyltingarsinnuð áhrif jafn lengi og rithöfundurinn telur að samstaða sín með verkalýðsstéttinni byggist eingöngu á eigin afstöðu, en ekki á stöðu hans sem framleiðanda. Slagorðið sem birtir kröfur Aktívismans í hnotskurn er „Logokratie“, eða á íslensku „andinn í öndvegi". Þetta er gjarnan túlkað sem „andans menn“ í öndvegi. Hugmyndin um „andans menn“ hefur raunar fest rætur í röðum vinstri sinnaðs menntafólks og ræður ríkjum í stefnuskrám þess allt frá Heinrich Mann til Döblin.9 Það þarf ekki miklar vangaveltur til að sjá að með hugtaki þessu er ekkert tillit tekið til stöðu menntafólks í framleiðslu- ferlinu. Hiller, hugmyndafræðingur Aktívismans, lítur sjálfur ekki á „and- ans menn“ „sem fólk í ákveðnum starfsgreinum," heldur sem „fulltrúa ákveðinnar manngerðar“. Þessi manngerð stendur sem slík auðvitað utan stétta. Henni tilheyrir ótiltekinn fjöldi einangraðra einstaklinga sem ekki bera við að skipuleggja sig innbyrðis. Þegar Hiller lýsir vanþóknun sinni á leiðtogum stjórnmálaflokkanna viðurkennir hann þó að þeir séu ýmsum kostum búnir; þeir kunna „að búa yfir merkilegri vitneskju. . . , tala betur til fólksins . . . , vera kokhraustari" en hann sjálfur, en eitt er hann viss um: að „eitthvað skorti á að þeir hugsi“. Sjálfsagt er það rétt, en hvað stoðar það þegar það eru ekki þankar einstaklingsins sem máli skipta í stjórnmálum, heldur listin að hugsa í höfðum annars fólks, eins og Brecht orðaði það einhverju sinni.10 Aktívisminn tók sér fyrir hendur að leysa díalektíska efnishyggju af hólmi með heilbrigðri mannlegri skynsemi sem er óskil- greinanleg í stéttarlegum skilningi. „Andans menn“ stefnunnar eru þegar best lætur fulltrúar ákveðinnar afstöðu. Með öðrum orðum: grundvallar- 467
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.