Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 59
Latneskur andi gripur og fötin undirstrika það; um klæðin gildir það sama: föt hafa ekkert hagnýtt gildi. Formlaus lýðurinn vinnur í formlausum samfest- ingum. Hneigð hins latneska anda til að fangelsa landslagið og formbinda það hefur vakið meðal latneskra þjóða ríkan uppreisnar- og bylting- aranda. Formstefnan hefur vakið upp ólíka, samhliða, næstum jafn sterka stefnu, þá uppreisnarstefnu sem berst fyrir frelsi formsins eða hinu óbundna eðlilega formi, ef hægt er að tala um að eitthvað sé eðlilegt, annað en það sem er líffræðilega rétt og óhagganlegt. Ekki er að undra þótt gegn hinum stranga heimi reglu og akademísks skipulags hafi í hinum latneska heimi risið sterk öfl stjórnleysishug- mynda sem boða fráhvarf frá valdi. Hugmyndin um afturhvarf til óbrotinnar náttúru spratt úr slíkum hugmyndum. Svipað er að segja um ótal stöðugar uppreisnir latneskra listamanna gegn föstum leikregl- um í bókmenntum, heimspeki og í málaralist. Eðlilegt er og engin hending að impressionisminn spratt og dafnaði í borg sem var jafn fjandsamleg náttúrunni og París. Borgin var ekki aðeins fjandsamleg náttúrunni í vinnustofum málaranna eða í unaði hins agaða formheims Ingres eða í fúlu andríki bókmenntasalanna eða í siðum og reglum hirðar og borgara, heldur ríkti hvarvetna oftrú á viti og anda á kostnað skynjunarinnar og hinnar óskynsamlegu hegðunar sem er svo rík í eðli okkar og nauðsynleg. Það hafði gerst að vitið varð hættulegt, enda er vitið oft hræðilega vitlaust og hættulegt lífinu. Eg hef reynt að lýsa togstreitunni milli bundinnar náttúru og hinnar, sem er að mestu ósnortin og vart bundin öðru en sínu innsta eðli, og reynt að benda á að uppreisnarandi og regla eru hinum latneska manni í blóð borin. Þetta á einkum við um milli- og lágstéttir og borgaralegt menntafólk, sökum tvíeðlis þess: annars vegar er heft náttúra, hins vegar óheft. En núna, vegna breyttra uppeldisvenja, hefur skapferli og gerð hins latneska manns breyst óðfluga. Sú breyting sem hefur orðið á latnesku geðslagi stafar ekki allskostar af engilsaxneskum eða germönskum áhrifum, eins og látið er í veðri vaka, heldur breyta nýir þjóðfélagshættir uppeldi landsmanna. I þeim löndum Suður-Evrópu þar sem stéttaskipting var rótgrónust var tvíeðli manna mest áberandi: sami maður gat verið siðfágaður, sléttur og felldur, en um leið frumstæður og ruddalegur þrjótur ef því var að skipta, en ævinlega jafn formfastur í glæpum sínum sem góð- verkum. Furðu sætti hvað ríkar andstæður gátu búið í sátt og samlyndi 425
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.