Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 8
Tímarit Mdls og menningar Nú fylgja Vesturveldin einmitt sömu stefnu gagnvart Sovétríkjunum og svo illa gafst gagnvart þriðja ríki Hitlers. Því er treyst að styrjöld við Sovétríkin sé ekki óhjákvæmileg, heldur sé unnt að halda þeim í skefjum ógnarjafnvægis, a. m. k. ef þeim er sýnd hæfileg tillitssemi á sínu nánasta áhrifasvæði (Pólland, Afganistan) og muni þau þá kunna sér nokkurt hóf utan þess svæðis (Kórea, Kúba, Víetnam). Ef reynslan af Hitler væri raunverulega gild um Sovétríkin, þá hefðu þeir menn vestrænir haft lög að mæla sem vildu reka Rauða herinn öndverðan frá Austur-Evrópu sem fyrst eftir stríð, eða a. m. k. jafna um Sovétríkin áður en þau kæmu sér upp kjarnorkusprengjum; og þá ættu menn eftir að iðrast þess beisklega að láta það tækifæri líða hjá. En í rauninni er engin ástæða til að trúa þeirri sögulegu samlíkingu. Kremlarherrar hafa hver fram af öðrum reynst gæddir langlundargeði langt umfram Adolf heitinn, hvað sem segja mætti um aðrar dyggðir þeirra og mannkosti; og svo byggist vonin um haldgott ógnarjafnvægi einmitt á þeim vígbúnaði sem öllu hefur breytt síðan Hitler var og hét. Þess vegna skal ég enginn dómari gerast um ógnarjafnvægis- kenninguna, en væri ég á annað borð trúaður á gildi hinnar sögulegu reynslu, yrði ég að fylgja örlagakenningu afvopnunarsinna: vopnum verður fyrr eða síðar beitt, og þess vegna má ekkert ríki búast skæðari vopnum en það hefur samvisku til að beita. Jú, jú, víst boðuðu harðlínumennirnir líka vígbúnað gegn Hitler. Eftir á að hyggja hefði kannski verið betra að þeir hefðu meiru ráðið um fjárveitingu til landvarna, a. m. k. í Bretlandi. Annars var vígbúnaðurinn út af fyrir sig kappnógur hjá andstæðingum Hitlers til að stöðva hann, ef ekki hefði annað komið til. Franski herinn hafði fengið nægar fjárveitingar og notað þær vitlaust; tékkneski herinn greip aldrei til sinna ágætu vopna af því að hann brast bandamenn; sá rússneski var í sárum eftir að Stalín þurfti skyndilega að kála flestum foringjum hans, og svo hindraði pólitísk tortryggni bandalag Breta og Rússa eins lengi og mögulegt var. Þessi samanburður skiptir bara litlu máli, vegna þess að meiri vígbúnaður gegn Hitler hefði átt að gera sitt gagn í raunverulegri styrjöld, en kjarnorkuvíg- búnaður Vesturlanda er nú réttlættur með því að hann komi í veg fyrir styrjöld og verði aldrei notaður, bara ef hann er nógu mikill. Af kjarnorkulausu stríðinu við Hitler lærum við auðvitað ekkert um ógnarjafnvægi atómaldar. En hugsum okkur Hitler kjarnorkuvæddan, ráðandi nógu af sprengjum og eldflaugum til að heyja gjöreyðingarstríð. Getum við hugsað okkur hann verða ellidauðan í vopnabúri sínu, og syni Himmlers stýra svartstökkum enn í dag innan sinna friðsamlegu landamæra, aðeins ef Bretar og Frakkar hefðu haldið til jafns við Þjóðverja í kjarnorkuvígbúnaði? Eg held nóg hafi komið í ljós um Hitler og kumpána hans til að gera slíka hugmynd fráleita. Það voru einmitt ær Hitlers og kýr að tefla á tvær hættur, treysta því að andstæðingarnir guggnuðu væri hann bara nógu ósvífinn. Raunar álpaðist hann út í heimsstyrjöldina fyrr en hann ætlaði, einmitt með slíkri ævintýramennsku gagnvart Póllandi. Kjarn- 374
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.