Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 39
Pilturinn sem fór útí heim
bera myndarleg horn á höfðum sér og úr þessum hornum bunar vatn eftir
þörfum í grænmetisgarða, sem eru samgrónir brjóstkössum persónanna. I
þessari kynjaveröld verða börnin til með þeim hætti að foreldrarnir gróður-
setja í sameiningu frækorn í stórri tunnu. Að lokinni þessari merku athöfn
— sem verður reyndar að eiga sér stað að vorlagi — er kyrfilega frá
tunnunni gengið og þvínæst er beðið þartil sumarið er á enda. Að hausti
skríður síðan lítil vatnsberastelpa eða lítill vatnsberastrákur úr hverri tunnu
sem sáð hefur verið í, og allir eru nýfæddir krógarnir ilmandi af hreinleika.
Náttúrlega koma börnin spariklædd í heiminn og hlaupa þegar í stað al-
talandi útum allar trissur. I stuttu máli sagt fæðast börnin snyrtileg, á
aldrinum fimm til átta ára og búin eftir nýjustu tísku.
I þessu verki birtist okkur enn eitt sýnishorn mikilfenglegs skáldskapar
og blómstrandi ímyndunarafls. Við skulum huga að enn einu dæmi:
„Krukkuborg" eftir Odd Björnsson, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu veturinn
1978—79 í sviðsetningu Þórhalls Sigurðssonar. Sá „manneskjulegi og skyn-
samlegi boðskapur" sem fluttur er í þessu verki birtist í þeirri skýlausu
kröfu að pólitískt skoðanafrelsi fái að blómstra í konungsríkjum. Aukreitis
er svo þessi boðskapur kryddaður með innskoti um aukna mengun úthaf-
anna. Hið skáldlega tillegg er fólgið í því að meginatburðir leiksins eru
látnir gerast í draumi, en draumnum er valið svið í ríki undirdjúpanna, eða
á hafsbotni. I hópi þeirra sem koma fyrir í leiknum má finna fiska, kol-
krabba, hafmeyjar, kónga og hvunndagsfólk. Af þessu má sjá að skáldskap-
arlistin og ímyndunaraflið dafna vel við hinar fáheyrðustu og kynlegustu
aðstæður. Það er aðeins einn vettvangur þarsem þetta tvennt nær sér aldrei
á strik: raunveruleikinn sjálfur.
Sagan
Að þessum dæmum upptöldum langar mig að víkja að inntaki og uppruna
þess viðhorfs til listarinnar sem gerir ímyndunaraflið útlægt úr heimi
raunveruleikans og takmarkar það við heim ævintýranna, — einsog ekkert
sé sjálfsagðara.
Sérstakt leikhús fyrir börn á sér í flestum Evrópulöndum ekki nema u. þ.
b. hundraðogþrjátíu ára sögu. Aður fyrr voru börnin nánast frá fæðingu
sjálfsagðir gestir á leiksýningum fyrir fullorðna. Þegar leikhús flytur í
fyrsta sinn sérstakar sýningar fyrir börn má segja að tvær eldri leiklistar-
greinar verði að einni og sameinist í hinu nýja leikhúsi: barnalátbragðs-
leikurinn og kennsluleikhúsið.
I barnalátbragðsleikjum sýndi unga fólkið fullorðnum listir sínar með
leik, söng, dansi eða látbragðsleik. Elstu heimildir um barnalátbragðsleiki
405